Grunnbúðir Everest

Grunnbúðir Everest

Erfiðleikastig
Miðlungs, Krefjandi
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Hvað er innifalið
Allt innifalið nema flug til og frá Íslandi og máltíðir í Kathmandu

Brottfarir
okt 2020

Lengd ferðar
18 dagar

Gisting
Einsmannsherbergi kostar 39.900 kr - eingöngu í boði í Kathmandu

Hópastærð
hámark 16

Fararstjóri Vilhjálmur Árnason

Vilhjálmur Árnason

Fararstjóri

Villi er uppalinn í sveit og hefur verið á fjöllum allt sitt líf. Framan af var það mest til að elta búpening en í seinni tíð meira í tengslum við leiðsögn á gönguhópum jafnt sem sjálfum sér til skemmtunar. Verkefni hans hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum auk þess að vera annar af umsjónarmönnum Fjallafólks, eru jökla og dagsferðir með erlenda gesti.

Fjallabakterían hefur leitt hann á nokkra tinda erlendis og má þar nefna Toubkal, hæsta tind norður Afríku  og hið sögufræga Ararat fjall í Tyrklandi sem er tæplega 5.200 metra hátt.

Villi er menntaður rafeindavirki og hefur óþrjótandi áhuga á allskonar græjum og dóti. Hann hefur mikla reynslu af notkun leiðsögu og fjarskiptabúnaðar og er gjarnan leitað til hans varðandi ráðgjöf og aðstoð við slíkan búnað hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.

Ein af mögnuðustu gönguleiðum heims
Haustið 2020 leiðir Vilhjálmur Árnason hóp um hæðir og dali Himalajafjallanna upp í grunnbúðir Everest – hæsta fjalls veraldar. Þetta er án efa ein af mögnuðustu gönguleiðum heims enda tindafjöldinn ótrúlegur og um allt gjörólíkur því sem við eigum að venjast hérna heima á Fróni. Gengið er um tilkomumikið og tignarlegt landslag þessara mögnuðu fjallasala þar sem ævafornar þjóðleiðir heimamanna eru enn í fullri notkun. Gist er í  gisthúsum heimafólks, og góða innsýn má fá í menningu þessa fjallafólks, sjerpanna. Að auki eru 2 dagar til þess að skoða sig um í höfuðborginni Kathmandu sem er talsvert ólík fjallaþorpunum. Í Kathmandu er gist á mjög góðu hóteli í miðborginni.

 Einsmannsherbergi í boði í Kathmandu gegn aukagreiðslu

Hafa samband

Dagskrá

Dagur 1 - Kathmandu (1300m)
Lent í Kathmandu þar sem tekið er á móti hópnum og ekið á hið frábæra Ghar hótel, sem er staðsett í miðbæ Kathmandu. Upplagt að nota það sem eftir lifir dags til þess að slappa af á hótelinu eða rölta um líflegar götur Kathmandu.

Dagur 2 - Kathmandu
Skoðunarferð um hina heillandi borg Kathmandu þar sem við komum við á öllum helstu kennileitum og kynnumst nánar þeim lystisemdum sem borgin býr yfir, heilögum kúm og hraðskreiðum leigubílum. Gist á sama hóteli, morgunverður

Dagur 3 - Kathmandu – Lukla – Phakding (2610m)
Í dag kveðjum við Kathmandu og fljúgum til Lukla þar sem leiðsögusjerpi hópsins tekur á móti okkur og gönguferðin hefst með göngu upp til þorpsins Phakding sem er að finna í fallegum dal og merkilegt nokk að þessi fyrsta ganga er að mestu leyti niðrí móti. Gist á gistihúsi, fullt fæði

Dagur 4 - Phakding - Namche Basar
Í dag liggur leiðin upp á við til höfuðborgar sjerpanna og flestir eiga sín fyrstu kynni af hengibrúm á leiðinni þegar farið er yfir ána Dudh Kosi (Mjólká). Gist á gistihúsi, fullt fæði

Dagur 5 - Namche Basar aðlögunarganga (3440m)
Dagur til þess að skoða þessa sjerpaborg nánar í fylgd leiðsögumannsins og fara í stutta göngu áður en snúið er til gistihússins, fullt fæði

Dagur 6 -  Namche Basar – Tengboche – Deboche (3820m)
Leiðin í dag liggur áfram og upp í sannkallað fjallalandslag. Tengboche er einn helgasti staður Nepal og þar er klaustur hvaðan njóta má útsýnis til hinna tilkomumiklu tinda AmaDablam, Lhotse og Everest. Eftir að hafa notið útsýnisins og skoðað klaustrið er haldið niður til litla þorpsins Deboche þar sem gist er á gistiheimili, fullt fæði

Dagur 7 - Deboche – Dingboche (4410m)
Haldið upp eftir dalnum sem Imja Kola áin fellur um og enn bætist í fjöldann af tindum sem birtast og við ættum að sjá Island Peak og jafnvel Makalu – fimmta hæsta fjall heims. Gist í þorpinu Dingboche, fullt fæði

Dagur 8 - Dingboche aðlögunarganga
Til þess að tryggja góða hæðaraðlögun er dvalið áfram í þorpinu Dingboche næstu nótt og farið í aðlögunargöngu upp á einhverja hæðina í nágrenninu og lífinu svo tekið með ró. fullt fæði

Dagur 9 - Dingboche – Lobuche (4910m)
Gangan heldur áfram upp í móti til þorpsins Lobuche sem er eitt af síðustu byggðu bólunum áður en komið er upp í grunnbúðir. Gist á  gistiheimili, fullt fæði

Dagur 10 - Lobuche – EBC– Gorakshep (5140)
Gangan í dag liggur upp í grunnbúðir Everest þar sem allt iðar af lífi á tímabilinu apríl/maí, sem er tímabilið til þess að ganga á sjálfan hátindinn Everest en aðra mánuði ársins eru fáir aðrir á ferli þarna en gönguhópar. Eftir stutta viðdvöl í grunnbúðum er haldið niður til þorpsins Gorakshep sem er smáþorp við jaðar Khumbu jökulsins. Gist á gistiheimili, fullt fæði

Dagur 11 - Ghorakshep – Kalapattar (5550m) – Thukla (4799m)
Frá þessu litla þorpi sem virðist vera á hjara veraldar liggur leið okkar til baka niður á við til þorpsins Thukla. Á leiðinni göngum við upp á Kalapattar fjallið og teygum í okkur dásemd fjallahringsins. Gist á gistiheimili, fullt fæði

Dagur 12 - Thukla – Pangboche (3930m)
Áfram liggur leiðin niðurávið um þessa óviðjafnanlega fjallasali til þorpsins Pangboche. Gist á gistiheimili, fullt fæði

Dagur 13 - Pangboche  – Khumjung (3780m)
Leiðin liggur niður til þorpsins Khumjung sem er nauðsynlegur viðkomustaður því þarna er skóli sem Edmund Hillary stofnaði árið 1961. Gist á gistiheimili, fullt fæði

Dagur 14 - Khumjung – Monjo (2835m)
Í dag er gengið niður Mjólkurárdalinn í þorpið Monjo. Gist á gistiheimili, fullt fæði

Dagur 15 - Monjo – Lukla (2480m)
Síðasti göngudagurinn leiðir hópinn til bæjarins Lukla. Gist á gistiheimili, fullt fæði

Dagur 16 - Lukla – Kathmandu
Flogið til baka til Kathmandu og akstur á hótel Nepali Ghar þar sem gist er næstu tvær nætur. Eftirmiðdagur og kvöldið frjálst.

Dagur 17 - Kathmandu
Frjáls dagur til þess að skoða Kathmandu, fara í nudd eða slaka á eftir ferðina á vönduðu hóteli.

Dagur 18 - Heimferð
Akstur á flugvöll – heimferð

 

Tryggingar - World Nomads

Öll vitum við að slys gera ekki boð á undan sér og ef að þau henda á ferðalagi er mikilvægt að haf örugga tryggingu. Flest erum við með ferðatryggingar af einhverju tagi ýmist í kortum eða inni í heimilistrygginunum okkar. Oft duga þessar tryggingar en við mælum með því að þú kynnir þér nákvæmlega hvaða bóta/aðstoðar þínar tryggingar ná til. Ef ferðast er í hæð má vera að þú þurfir að fá þér auka tryggingu. Við höfum góða reynslu af viðskiptum við World Nomads sem eru sérhæfð í tryggingum fyrir ferðalanga af öllu tagi. Við hjá Fjallaleiðsögumönnum höfum góða reynslu af þeim.

Verð frá:

455000 kr

Framboð ferðar:

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAÍ
 • JÚN
 • JÚL
 • ÁUG
 • SEP
 • OKT
 • NÓV
 • DES

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Subscribe to our mailing list

* indicates required
You may also like to receive:

Hafa samband