Perú - ganga um Inkastiginn til Machu Picchu

Perú - ganga um Inkastiginn til Machu Picchu

Erfiðleikastig
Miðlungs

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Hvað er innifalið
Allt nema flug og fæði þegar dvalið er í Cusco

Brottfarir
vorið 2021

Lengd ferðar
13 dagar

Gisting
Einsmannsherbergi/tjald kostar 56.900 kr

Hópastærð
hámark 15

Ævintýraferð til Perú á slóðir Inkanna 

Vorið 2021 liggur leiðin til Perú og verður gengið eftir hinni alkunnu Inkaleið til fornu Inkaborgarinnar Machu Picchu, sem er ein merkasta borgin frá valdatímum Inkanna

Leiðin liggur frá Cusco, um dali og skörð í óviðjafnanlegu fjalllendi Perú þar sem fornar rústir eru á hverju strái á milli þorpa og akra heimafólks. Inkastígurinn er án efa ein af frægari gönguleiðum heims og Machu Picchu sem líka er þekkt sem týnda borgin, var ekki uppgötvuð af umheiminum fyrr en fornleifafræðingurinn Bingham fann hana 1911. Þá höfðu rústir hennar staðið þarna um aldur því hún var byggð löngu fyrir daga hvíta mannsins í nýja heiminum. Borgin er eins og margar aðrar rústir Inkanna á heimsminjaskár UNESCO.

Athugið að nauðsynlegt er að staðfesta 2021 ferðina fyrir ágúst 2020 svo að hægt sé að tryggja leyfi inn á Inkastíginn

Dagskrá

Dagur 1- Koma til Cusco höfuðborgar Inkanna - skoðunarferð með leiðsögumanni í eftirmiðdaginn

Við komum snemma að morgni til Cusco, hinnar fornu höfuðborgar Inkanna.  Á móti okkur tekur staðarleiðsögumaður og fer með okkur á hótelið þar sem við dveljum fyrstu 2 næturnar í Perú. Við stefnum á rólegan dag í borginni.  Það er ekki aðeins að við séum að koma úr löngu næturflugi heldur er borgin í 3.200 m hæð yfir sjávarmáli þannig að það er gott að taka sér tíma til þess að venjast hæðinni. Í eftirmiðdaginn förum við í skoðunarfeð um borgina með leiðsögumanni og kynnumst því helsta sem borgin býður upp á. Staðarleiðsögumaðurinn mun fræða okkur um þessa fornu Inkaborg og þær umfangsmiklu breytingar sem orðið hafa síðan Francico Pizarro náði borginni á sitt vald 1535 og veldi Inkanna leið undir lok. Spánskar kirkjur, hallir og torg ásamt fornum hleðslum Inkana verða viðfangsefni göngunnar. Hápunturinn er eflaust Sacsayhuaman virkið sem stendur hátt yfir Cusco með fallegu útsýni yfir borgina.  Umfangsmiklar hleðslurnar og hvernig gríðaleg björg eru fullkomlega felld saman hafa skipað staðnum verskuldaðan sess á heimsminjaskrá Unesco.  Gangan fer í um 3.700 m hæð og ágætis hæðaraðlögun fyrir næstu daga. 

Hádegis- og kvöldmatur á eigin vegum.  

Dagur 2 - Frjáls dagur í Cusco
Frjáls dagur til þess að skoða borgina á eigin vegum það er stutt ganga frá hótelinu á aðaltorg bæjarins, Plaza de Armas þar sem fjölda kaffihúsa, veitingarstaða og handverks- og minjagripabúða er að finna. Þar er upplagt að eyða deginum og virða fyrir sér mannlíf og byggingar frá tímum Inka og einning frá því að Cusco var höfuðborg hinnar spænsku nýlendu.

Frjáls dagur í borginni. Hádegis- og kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 3 - Akstur um helgan dal Inkana, ganga gegnum Maras saltnámurnar og heimsókn í hinar viðamiklu rústir Ollantaytambo
Eftir morgunmat ökum við af stað eftir Urubamba dalnum, hinum helga dal Inkanna. Þegar vegurinn hlykkjast uppúr dalnum fáum við fyrstu sýn á háfjöllin, Vilcabamba tindana og hvassa og tígulega tinda Salkantay og Huayanay. Við beygjum af meginveginum til þess að heimsæka 16. aldar krikjuna í Maras sem er staðsett hátt yfir dalnum.  Þaðan göngum niður við í gegnum umfangsmiklar saltnámur sem hafa verið starfræktar allt frá tímum Inkanna og niður í dalbotninn.  Eftir um 2 tíma göngu er stuttur akstur með Urubamba ánni að Ollantaytambo rústunum.  Við gistum í hóteli í bænum neðan við rústirnar.  Eftir kvöldmat munum við fara yfir dagskrá næstu daga og pakka niður fyrir gönguferð næstu daga. 

Hádegis og kvöldmatur á eigin vegum  

Dagur 4 - Fyrsti göngudagur - Hatunrumiyoc
Við hefjum gönguna í Ollantaytambo rústunum og göngum vestur með Urubamba ánni í um 3 klukkustundur uns við komum að dalmótum Silque dalsins þar sem við munum staldra við og snæða hádegismat.  Gengið er um kartöflu- og "quinoa" akra heimamanna að fyrsta tjalstæðinu okkar, Hatunrumiyoc en á hinu forna máli Inkanna, Quechua, þýðir það "Stór steinn"  Tjaldstæðið er í 3.000 m hæð. Allur matur innfalinn.
Göngutími 4-5 klst. Vegalengd 12,5 km - hækkun / lækkun 238m / 244m

Dagur 5 - Gengið inn í dalbotn Silque dalsins
Það er falleg ganga upp Silque dalinn.  Yfir dalnum gnæfir Veronica tindurinn 5.700 m hár.  Gangan er fjölbreytt, farið yfir litlar brýr og um þröng gljúfur. Quechua fólkið sem byggir svæðið er með kindur og hesta á beit í dalnum og hefur þar tímabundna árstíðabundna búsetu í seljum. Tjaldsvæðið okkar er í dalbotninum á stað sem kallast Ancascocha eftir stöðuvatni sem er í um hálftíma göngu ofan við tjaldstæðið. Allur matur innifalinn. 
Göngutímu um 5 klst. Vegalengd 12 km - hækkun / lækkun 1100m / 70m

Dagur 6 - Ancascoche skarðið on niður í Muyu Muyu (3810 m)
Það mun taka okkur um 3 klukkustundir að ganga framhjá fossum og litlum vötnum upp í  Ancascocha skarðið sem er 4.625 m hátt.  Úr skarðinu er útsýni yfir djúpa dali og bratta skógivaxna hryggi.  Í fjarlægð er snævi þaktir tindar Salkantay og Huayanay fjallana.  Við höldum lækkum okkur niður í Qésqa dalinn og tjöldum við Muyu Muyu í 3.810 m hæð. Allur matur innifalinn. 
Göngutími 6 klst. Vegalengd 16,5 km - hækkun / lækkun 830m /1080m

Dagur 7 - Frá Muyu Muyu að Paucarcancha rústunum (3048 m)
Við göngum áfram niður fallegan dalinn og framhjá nokkrum smáþorpum að bænum Q´esqa. Óhætt er a segja að umhverfið sé tilkomumikið þar sem skriðjöklar velta niður hlíðar Huayanay á leið okkar upp úr dalnum. Við lækkum okkur niður á við og stoppum við Inka rústir á leiðinni í tjaldstaðinn í kvöld sem er við hinar halfhringlaga rústir Paucarcancha sem eru í 3048 m hæð. Allur matur innifalinn
Göngutími 5 – 6 klst. Vegalengd 5,5 km - hækkun / lækkun 128m / 660m

Dagur 8 - Frá Paucarcancha rústunum að Llulluchapampa (3810 m) 
Í dag komumst við inn á hinn eina sanna Inka stíg eftir að hafa farið yfir ána Cusichaca og upp fyrir þorpið Huayllabamba. Áfram liggur leiðin upp í gegnum skóglendiskjarna að tjaldstæðinu við Llulluchapampa. Við njótum óviðjafnanlegs útsýins á Huayanay tindinn á leið okkar og í nær umhverfinu getur að líta ólíkar tegundir af orkídeum eða einhvern þeirra 250 ólíku tegunda af humming fuglunum sem reyndar eru margir hverjir hreint ekki svo líkir öðrum fuglum. Gist í tjöldum. Allur matur innifalinn.
Göngutími 5 - 6 klst. Vegalengd 7,3 km - hækkun / lækkun 875m / i85m

Dagur 9 - Frá Llulluchapampa að Phuyuoatamarca (3605 m)
Við höldum upp í skarðið Huarmiwanusca (4200 m) sem er kennt við látna konu. Þó engum sögum fari af því hvaða kona lést þar er útsýnið úr skarðinu er fullsæmandi hverjum sem er. Þarna er Huayanay tindurinn í öllu sínu veldi til suðurs og Pacaymayo dalurinn við fætur okkar til vesturs. Við höldum niður dalinn og eftir uþb 2gja tíma göngu byrjum við að hækka okkur upp í næsta skarð Runccuracay (3985 m). Á leiðinni förum við framhjá lítilli krá heimafólks og snæðum nestið okkar í nágrenni hennar. Úr Runccuracay skarði ætti að sjást yfir til Vilcabamba fjallanna í fjarska ef veður leyfir. Hér víkkar stígurinn og nú erum við komin á upprunalega Inca stéttina sem hlykkjast í gegnum skóglendi. Við göngum upp 98 þrepin að Sayacmarca eða hins eina sanna útsýnisstaðar sem er áhrifarík Inka rúst með útsýni til Aobamba dalsins sem liggur uþb 2000 metra fyrir neðan okkur. Við lækkum okkur niður og förum framhjá Qonchamarca áður en við hefjum gönguna upp í þriðja skarð dagsins sem liggur líka í gegnum skóg og f0rn Inka göng. Áfangastaðurinn er Phuyupatamarca (3650m) og í þessu skarði njótum við enn og aftur mikilfenglegs útsýnis m.a. til Urubamba dalsins, Salcantay, Humantay og Vilcabamba fjallanna. Gist í tjöldum. Allur matur innifalinn 
Göngutími 6 klst. Vegalengd 12,8 km - hækkun / lækkun 1115m / 1195m

Dagur 10 - Frá Phuyupatamarca til Machu Picchu
Við vöknum snemma og höldum upp fyrir tjaldstaðinn til þess að ná sólarupprásinni Salkantay (6271m) og leggjum svo af stað til Machu Picchu eftir að hafa kvatt burðarmenninna og þá sem séð hafa um matseldina fyrir okkur. Leiðin liggur niður 3000 þrep að Inka rústunum Winay Huayna, sem kennt er við eilífa æsku. Áfram er haldið og eftir uþb klukkutíma lækkun og 30 mín hækkun komum við að Inti Punku – sólarhliðinu þaðan sem við sjáum Machu Picchu í fyrsta skipti, sjón sem trúlega á eftir að lifa með okkur. Við höldum í gegnum sólarhliðið og lækkum okkur niður fyrir Machu Picchu og tökum rútu niður í bæinn Machu Picchu (2030 m) þar sem við dveljum á hóteli. Í bænum sem forðum hét Aguas Calientes (heitt vatn) er að finna hverasvæði þar sem hægt er að baða sig og skola af sér ryk undanfarinna daga. Hér er líka að finna fjölda veitingahúsa þar sem við getum fagnað göngulokum. Allur matur innifalinn
Göngutími 5 klst. Vegalengd 11 km - hækkun / lækkun 245m /1485m

Dagur 11 - MACHU PICCHU
við tökum daginn snemma og náum í rútu upp til Machu Picchu til þess að eiga nægan tíma til þess að skoða þennan ótrúlega stað. Með í för er staðarleiðsögumaður sem kveikir líf í þessum fornu rústum en gefur okkur líka næði til þess að skoða staðinn. Eftir að hafa skoðað helstu byggingar með staðarleiðsögumanninum er hægt að ganga að Inka brúnni eða leita uppi friðsælan reit í rústunum til þess að hugleiða gang tímans eða einfaldlega drekka í sig andrúmsloftið á þessum sögufræga stað. Við tökum svo eftirmiðdagslestina til Ollantaytambo í hinum helga dal og þaðan rútu yfir skarðið til Cusco þar sem við dveljum á hóteli næstu 2 nætur. 
Eingöngu morgunverður innifalinn, annar matur á eigin vegum 

Dagur 12 - Cusco
Frjáls dagur í Cusco.
Eingöngu morgunverður innifalinn, annar matur á eigin vegum

Dagur 13 - Haldið heim á leið
Hópnum er skutlað á flugvöllinn og leiðin heim hefst.
Eingöngu morgunverður innifalinn, annar matur á eigin vegum

Tryggingar - World Nomads

Öll vitum við að slys gera ekki boð á undan sér og ef að þau henda á ferðalagi er mikilvægt að haf örugga tryggingu. Flest erum við með ferðatryggingar af einhverju tagi ýmist í kortum eða inni í heimilistrygginunum okkar. Oft duga þessar tryggingar en við mælum með því að þú kynnir þér nákvæmlega hvaða bóta/aðstoðar þínar tryggingar ná til. Ef ferðast er í hæð má vera að þú þurfir að fá þér auka tryggingu. Við höfum góða reynslu af viðskiptum við World Nomads sem eru sérhæfð í tryggingum fyrir ferðalanga af öllu tagi. Við hjá Fjallaleiðsögumönnum höfum góða reynslu af þeim.

Bóka ferð

Ferðina er hægt að bóka fyrir einstaklinga og hópa, vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.