Klettaklifur í nágrenni Reykjavíkur
Verð frá
25000 kr.
Erfiðleikastig
Hófleg, Miðlungs
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Hvað er innifalið
Leiðsögn sérmenntaðs leiðsögumanns, klifurlína og annar nauðsynlegur klifurbúnaður. Þátttakendum er útvegaður; hjálmur og belti.
Lengd ferðar
4-6 klst
Upphafsstaður
Bílastæði við Esjustofu
Hópastærð
1-2 þátttakendur á hvern leiðsögumann
Athugið
Vinsamlegast klæðist þægilegum fatnaði til klifurs og hafið með hlýja yfirhöfn og nesti.
Esjan er fjölsóttasta fjall landsins enda er þar að finna fjölbreytta flóru fjallamennsku og útivistar. Klettaklifur hefur verið stundað í Esjunni svo áratugum skiptir en það var seint á áttunda áratug síðustu aldar sem fyrstu klettaklifurleiðirnar voru skráðar og telur sú skrá fleiri tugi leiða í dag. Þessar leiðir eru af breiðu bili, allt frá auðveldum leiðum sem ættu að vera á flestra valdi og upp í mjög erfiðar leiðir af háum gráðum. Það er því af nægu að taka fyrir áhugasama klifrara.
Á þessum klifurdegi er stefnan sett í svokallaða Búahamra þar sem finna má ævintýralegar fjöl-spanna klifurleiðir. Þar ætlum við að klifra þá vinsælustu sem nefnist Svarti Turninn. Þátttakendur fá kennslu við undirstöðu atriði klettaklifurs með reyndum fjallaleiðsögumanni áður en lagt er af stað upp fjórar spannir Svarta Turnsins. Meðal atriða sem eru kennd er örugg notkun tryggingartóla, umgengni í klifurstansi og meðferð klifurlína svo fátt eitt sé nefnt.
Til þess að þátttakendur njóti sín sem best er möguleiki á að breyta og aðlaga þessa ferð með tilliti til veðurs og færni þátttakenda. Til að tryggja öryggi og upplifun eru einungis tveir þátttakendur á hvern leiðsögumann sem tryggir persónulega upplifun. Bæði er hægt að finna auðveldari og styttri leiðir á svæðinu ef það hentar betur.
Athugið: Hægt er að leigja klifurskó í bókunarferlinu en þátttakendur skulu taka með þægileg föt til klifurs, hlýja yfirhöfn og nesti og drykk fyrir daginn.
Einn af leiðsögumönnum þessarar ferðar er Bjartur Týr Ólafsson. Til að sjá hvar Bjartur er að klifra þessa dagana kíkið á Instagramið hans @bjarturtyr
Verð er einungis 50.000 kr per leiðsögumann. Ef þátttakendur eru 1-2 er einn leiðsögumaður með í för, ef 3-4 þátttakendur þá munu tveir leiðsögumenn sjá um ferðina.
Fyrir frekari upplýsingar, hópaverð og bókanir hafið samband með tölvupósti á [email protected]
Lágmarks aldur: 14 ára