Skíðað niður Smjörgil í Eyjafjallajökli
Ein flottasta skíðaleið landsins. Frábær kostur fyrir vant skíðafólk
Verð frá
34000 kr.
Erfiðleikastig
Miðlungs, Krefjandi
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Þú útvegar
Sjá búnaðarlista
Lengd ferðar
10 klst.
Upphafsstaður
Hlíðarendi á Hvolsvelli kl: 9:00
Hópastærð
Lágmark 3 þátttakendur og hámark 8 í línu
Smjörgil í norðanverðum Eyjafjallajökli er á stuttum tíma orðin alger klassík sem fjallaskíðaleið. Ekki að ástæðulausu - frábært útsýni, langar brekkur og fjölbreytt landslag sem gleður bæði á upp- og niðurleiðinni.
Þessi leið stendur alveg fyrir sínu ein og sér en er ekki síður góð æfing fyrir þá sem stefna á að skíða Hvannadalshnúk síðar á tímabilinu.
Þetta er stór dagur á fjöllum með mikilli hækkun og krefjandi skíðun. Við mælum því ekki með þessu sem fyrstu fjallaskíðaferðinni. Leiðin gerir kröfu um að fólk sé fært um að skíða svartar brekkur í krefjandi færi. Fyrir vana er þetta hins vegar frábær kostur!
Gengið verður upp svipaða leið og skíðað er niður, skammt frá reitnum þar sem áður var Gígjökull. Þegar komið er upp að jökulrönd er farið í línu og skinnað þannig að einum af toppum Eyjafjallajökuls. Í góðu skyggni blasir stórkostlegt útsýni yfir Suðurströndina við þegar komið er upp á topp.
Mæting er klukkan 9:00 við Hlíðarenda á Hvolsvelli þar sem verður farið í samfloti inn Þórsmerkurveginn. Þeir sem eru ekki á fjórhjóladrifnum bílum geta þegið skutl með leiðsögumanni inneftir. Vinsamlegast takið fram við bókun ef þið hyggist nýta ykkur skutl frá Hvolsvelli.
Lágmarks aldur: 16
Innifalið:
- Allur nauðsynlegur jöklabúnaður (ísexi, broddar og klifurbeti)
- Leiðsögn
- Skutl til og frá Hvolsvelli
Ekki innifalið:
- Fjallaskíðabúnaður
- Nesti