Skíðað niður Smjörgil í Eyjafjallajökli

Mynd © Elín Sigurveig Sigurðardóttir

Skíðað niður Smjörgil í Eyjafjallajökli

Ein flottasta skíðaleið landsins. Frábær kostur fyrir vant skíðafólk

Verð frá
34000 kr.

Erfiðleikastig
Miðlungs, Krefjandi

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Þú útvegar
Sjá búnaðarlista

Lengd ferðar
10 klst.

Upphafsstaður
Hlíðarendi á Hvolsvelli kl: 9:00

Hópastærð
Lágmark 3 þátttakendur og hámark 8 í línu

Smjörgil í norðanverðum Eyjafjallajökli er á stuttum tíma orðin alger klassík sem fjallaskíðaleið. Ekki að ástæðulausu - frábært útsýni, langar brekkur og fjölbreytt landslag sem gleður bæði á upp- og niðurleiðinni.

Þessi leið stendur alveg fyrir sínu ein og sér en er ekki síður góð æfing fyrir þá sem stefna á að skíða Hvannadalshnúk síðar á tímabilinu. 

Þetta er stór dagur á fjöllum með mikilli hækkun og krefjandi skíðun. Við mælum því ekki með þessu sem fyrstu fjallaskíðaferðinni. Leiðin gerir kröfu um að fólk sé fært um að skíða svartar brekkur í krefjandi færi. Fyrir vana er þetta hins vegar frábær kostur!

Gengið verður upp svipaða leið og skíðað er niður, skammt frá reitnum þar sem áður var Gígjökull. Þegar komið er upp að jökulrönd er farið í línu og skinnað þannig að einum af toppum Eyjafjallajökuls. Í góðu skyggni blasir stórkostlegt útsýni yfir Suðurströndina við þegar komið er upp á topp.

Mæting er klukkan 9:00 við Hlíðarenda á Hvolsvelli þar sem verður farið í samfloti inn Þórsmerkurveginn. Þeir sem eru ekki á fjórhjóladrifnum bílum geta þegið skutl með leiðsögumanni inneftir. Vinsamlegast takið fram við bókun ef þið hyggist nýta ykkur skutl frá Hvolsvelli.

Lágmarks aldur: 16

Innifalið:

 • Allur nauðsynlegur jöklabúnaður (ísexi, broddar og klifurbeti)
 • Leiðsögn
 • Skutl til og frá Hvolsvelli

Ekki innifalið:

 • Fjallaskíðabúnaður
 • Nesti

Búnaðarlisti

Vinsamlegast hafið samband ef þið óskið eftir að fá lánaðan búnað vegna ferða hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. 

SKÍÐABÚNAÐUR

 • Fjallaskíðaskór eða snjóbrettaskór
 • Skíði eða splitboard.
 • Skíðastafir (stillanlegir)
 • Skíðastrappar (til að festa skíði á bakpoka)
 • Skinn á skíði/bretti
 • Skíðabroddar
 • Skíðahjálmur
 • Snjóflóðaýlir (stafrænn/digital ýlir með 3 loftnetum)
 • Skófla (samanbrjótanleg)
 • Snjóflóðastöng (240cm eða lengri)

ANNAR BÚNAÐUR

 • Áttaviti
 • GPS
 • Kort
 • Bakpoki (30-40L)
 • Höfuðljós
 • Vatnsflaska og hitabrúsi (2L af vökva)
 • Sólarvörn og varasalvi (SPF 30 eða meira)
 • Sólgleraugu
 • Skíðagleraugu
 • Skyndihjálpartaska lítil
 • Sími
 • Vasahnífur

FATNAÐUR

 • Sokkar (ull eða gerviefni).
 • Ullar nærföt (bolur og síðar buxur)
 • Síðerma millilag – Ull eða gerviefni
 • Soft shell buxur
 • Soft shell jakki
 • Primaloft eða léttur dúnjakki
 • Vind og vatnsheldur Jakki (goretex)
 • Vind og vatnsheldar buxur
 • Hanskar
 • Hlýjar lúffur
 • Húfa (flís/ull)

Bóka ferð

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.