Hvíldarstopp á leiðinni yfir Fimmvörðuháls

Fimmvörðuháls með gistingu í Básum

Ganga, grill og kvöldvaka

Mynd © Monika Waleszczynska

Fimmvörðuháls með meiru - Ganga, grill og kvöldvaka

Tveggja daga útivistarferð með dagsgöngu yfir Fimmvörðuháls sem endar með kvöldvöku, grilli og gleði í Básum. Gist er í tjöldum og boðið verður upp á skemmtilega göngu eftir morgunmat daginn eftir. Alvöru útilegustemming í Þórsmörk!

Verð frá
49000 kr.

Erfiðleikastig
Krefjandi

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Ferðaflokkur
Gönguferð

Tungumál
Íslenska

Lengd ferðar
2 dagar

Upphafsstaður
BSÍ

Gisting
Tjaldgisting

Hópastærð
10-16 manns

Dagleg ganga
10 tímar (á degi 1)

Fimmvörðuháls er ein af þekktustu gönguleiðum landsins og sívinsæl meðal göngufólks. Leiðin frá Skógum og yfir í Þórsmörk er ægifögur og einstaklega fjölbreytt. Fjöldi fossa í fagurgrænum giljum og tilkomumikið eldfjallalandslag með útsýni yfir nærliggjandi fjöll og jökla.

Þó gönguleiðin sé falleg, er áfangastaðurinn ekki síður tilkomumikill. Náttúruperlan Þórsmörk er ein sú fallegasta á landinu og er vel við hæfi að staldra við og gera vel við sig í fallegu umhverfi.

Í þessari tveggja daga ferð er gengið yfri Fimmvörðuháls með leiðsögn á meðan allur farangur er ferjaður inn í Bása. Þegar komið er á áfangastað, sláum við upp tjaldbúðum og njótum alls þess sem Þórsmörk hefur upp á að bjóða.

Grill, varðeldur, kvöldvaka og alvöru úilegustemming!

Lágmarks aldur: 12

Innifalið:

  • Akstur frá Reykjavík á Skóga og frá Þórsmörk til Reykjavíkur
  • Akstur fyrir farangur frá BSÍ í Bása.
  • Leiðsögumaður frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum í 2 daga
  • Kvöldmatur (grill), morgunmatur og hádegissnarl
  • Gisting í tjaldi í eina nótt. Við getum lánað tjald (1 fyrir 2 pers.) og dýnur án aukakostnaðar.

Ekki innifalið:

  • Hádegisnesti á degi 1
  • Svefnpoki
  • Drykkir með mat

Dagskrá

Dagur 1 - Fimmvörðuháls, grill og kvöldvaka í Básum

Brottför frá BSI með rútu frá Kynnisferðum kl. 07:00. Komið í Skóga kl. 09:45 þar sem gangan hefst. Leiðin liggur frá Skógafossi og upp með Skógánni þar sem við fáum að njóta þeirra fjölmörgu fossa sem hana prýða. Áfram er haldið upp í skarðið á milli jöklanna Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls þar sem við skoðum gígana Magna og Móða sem urðu til í gosinu 2010. Þar getum við athugað hvort við finnum ennþá einhvern varma frá hrauninu. Því næst höldum við niður í áttina að Þórsmörk og njótum útsýnis yfir hálendið og jöklana í kring. Þegar niður er komið tekur gróðurinn á móti okkur og við þræðum okkur í gengum birkiskóginn þar til komið er í Bása. Grill, varðeldur og gisting í tjaldi í Básum.

Dagur 2 - Morgunmatur og hressingarganga

Eftir morgunverð verður boðið upp á 2-3 klst. gönguferð í Mörkinni fyrir þá sem eru vilja.  Hádegissnarl  verður í boði áður en hoppað verður í rútuna heim. Brottför frá Básum er kl. 15:00 og komið á BSÍ um kl.19:30.

Bóka ferð

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.