Fimmvörðuháls með meiru - Ganga, grill og kvöldvaka
Tveggja daga útivistarferð með dagsgöngu yfir Fimmvörðuháls sem endar með kvöldvöku, grilli og gleði í Básum. Gist er í tjöldum og boðið verður upp á skemmtilega göngu eftir morgunmat daginn eftir. Alvöru útilegustemming í Þórsmörk!
Verð frá
49000 kr.
Erfiðleikastig
Krefjandi
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Ferðaflokkur
Gönguferð
Tungumál
Íslenska
Lengd ferðar
2 dagar
Upphafsstaður
BSÍ
Gisting
Tjaldgisting
Hópastærð
10-16 manns
Dagleg ganga
10 tímar (á degi 1)
Fimmvörðuháls er ein af þekktustu gönguleiðum landsins og sívinsæl meðal göngufólks. Leiðin frá Skógum og yfir í Þórsmörk er ægifögur og einstaklega fjölbreytt. Fjöldi fossa í fagurgrænum giljum og tilkomumikið eldfjallalandslag með útsýni yfir nærliggjandi fjöll og jökla.
Þó gönguleiðin sé falleg, er áfangastaðurinn ekki síður tilkomumikill. Náttúruperlan Þórsmörk er ein sú fallegasta á landinu og er vel við hæfi að staldra við og gera vel við sig í fallegu umhverfi.
Í þessari tveggja daga ferð er gengið yfri Fimmvörðuháls með leiðsögn á meðan allur farangur er ferjaður inn í Bása. Þegar komið er á áfangastað, sláum við upp tjaldbúðum og njótum alls þess sem Þórsmörk hefur upp á að bjóða.
Grill, varðeldur, kvöldvaka og alvöru úilegustemming!
Lágmarks aldur: 12
Innifalið:
- Akstur frá Reykjavík á Skóga og frá Þórsmörk til Reykjavíkur
- Akstur fyrir farangur frá BSÍ í Bása.
- Leiðsögumaður frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum í 2 daga
- Kvöldmatur (grill), morgunmatur og hádegissnarl
- Gisting í tjaldi í eina nótt. Við getum lánað tjald (1 fyrir 2 pers.) og dýnur án aukakostnaðar.
Ekki innifalið:
- Hádegisnesti á degi 1
- Svefnpoki
- Drykkir með mat
Dagskrá
Dagur 1 - Fimmvörðuháls, grill og kvöldvaka í Básum
Brottför frá BSI með rútu frá Kynnisferðum kl. 07:00. Komið í Skóga kl. 09:45 þar sem gangan hefst. Leiðin liggur frá Skógafossi og upp með Skógánni þar sem við fáum að njóta þeirra fjölmörgu fossa sem hana prýða. Áfram er haldið upp í skarðið á milli jöklanna Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls þar sem við skoðum gígana Magna og Móða sem urðu til í gosinu 2010. Þar getum við athugað hvort við finnum ennþá einhvern varma frá hrauninu. Því næst höldum við niður í áttina að Þórsmörk og njótum útsýnis yfir hálendið og jöklana í kring. Þegar niður er komið tekur gróðurinn á móti okkur og við þræðum okkur í gengum birkiskóginn þar til komið er í Bása. Grill, varðeldur og gisting í tjaldi í Básum.
Dagur 2 - Morgunmatur og hressingarganga
Eftir morgunverð verður boðið upp á 2-3 klst. gönguferð í Mörkinni fyrir þá sem eru vilja. Hádegissnarl verður í boði áður en hoppað verður í rútuna heim. Brottför frá Básum er kl. 15:00 og komið á BSÍ um kl.19:30.