Hálendispassinn frá Reykjavík
Verð frá
14599 kr.
Erfiðleikastig
Hófleg
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Hálendispassinn
Hálendispassinn er besta leiðin fyrir þá sem vilja ferðast á eigin vegum til að ganga Laugaveginn og/eða Fimmvörðuháls. Hálendispassinn er keyrður af samstarfsfélögum okkar hjá Kynnisferðum sem keyra Hálendisrútuna inn að Landmannalaugum og Þórsmörk. Einn hálendispassi gildir í tvo af þremur eftirfarandi leggjum:
- Reykjavík - Þórsmörk / Þórsmörk - Reykjavík
- Reykjavík - Landmannalaugar / Landmannalaugar - Reykjavík
- Reykjavík - Skógar / Skógar - Reykjavík
Kynntu þér áætlun Hálendisrútunar 2022 (pdf)
Sendingar í Þórsmörk eða Landmannalaugar
Fyrir farþega sem ætla í gönguferð sem endar í Þórsmörk eða Landmannalaugum bjóðum við upp á pakkasendingar. Þú getur bætt við pakka þegar þú bókar hálendispassann og bílstjórinn sem fer í Þórsmörk og Landmannalaugar tekur við pakkanum þínum á BSÍ í Reykjavík.
Stærð pakkasendinga skal miðast við bakpoka, kassa eða handfarangurstösku ásamt svefnpoka (hámarksstærð pakkasendinga fyrir utan svefnpoka miðast við 55x40x20 cm og hámarksþyngd miðast við 10 kg). Vinsamlegast athugið að tryggja þarf að pakkinn sé vel merktur.
Athugið:
Vinsamlegast bókið sæti í hálendisrútuna með 48 tíma fyrirvara. Til að bóka sæti biðjum við þig senda tölvupóst á netfangið ioyo(hjá)re.is með a.m.k. 48 klst. fyrirvara og upplýsa um bókunarnúmer, dagsetningar, brottfarar- og áfangastað og tíma. Vinsamlegast athugið að mögulega er fullbókað í tiltekna rútu jafnvel þótt að bókað sé með 48 tíma fyrirvara. Því fyrr sem þú sendir tölvupóst til að taka frá sæti, þeim mun meira er sætaframboðið.
Ef enginn farþegi er bókaður 24 tímum fyrir brottför mun ferðin falla niður.
Hálendispassinn er í raun afsláttarmiði. Fyrir vikið er ekki hægt að endurgreiða hann ef hann hefur verið notaður að hluta.