Glatt göngufólk í rauðum jökkum fyrir ofan Laugahraun í Landmannalaugum

Laugavegur - 5 daga ganga

Frábær gönguferð frá Landmannalaugum í Þórsmörk með fullu fæði og farangursflutningi

Mynd © Jordi Pujola

Laugavegurinn - 5 daga ganga

Verð frá
219900 kr.

Erfiðleikastig
Hófleg, Miðlungs

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Ferðaflokkur
Gönguferð

Tungumál
Íslenska

Lengd ferðar
5 dagar

Hópastærð
10-16 manns

Dagleg ganga
12-17km

Það er ekki tilviljun að gönguleiðin frá Landmannalaugum í Þórsmörk er talin ein af 20 fallegustu gögnuleiðum heims. Margbreytilegt landslag með litríkun líparítfjöllum Torfajökulsvæðisins, mosagrænum fjöllum og svörtum söndum Mælifellssands, stórfenglegum gljúfrum Markafljóts ásamt kræklóttum birkiskógum og jöklum Þórsmerkur, lætur engan óstnortinn.

Þetta er langvinsælasta gönguleið landsins meðal erlendra ferðamanna og nú gefst okkur Íslendingum einstakt tækifæri til að kynnast töfrum hennar. Við ætlum að ganga þessa 54 kílómetra á 4 dögum, 12-17 kílómetra á dag. Gist verður í skálum og farangur trússaður svo allir sem eru heilsuhraustir og í sæmilega góðu formi geta nú látið hálendisdrauminn rætast.

Innifalið

 • Leiðsögn með einum af okkar frábæru leiðsögumönnum
 • Akstur frá Reykjavík upp í Landmannalaugar og frá Þórsmörk til Reykjavíkur
 • Trúss með farangur milli skála
 • Gisting í 4 nætur í svefnpokaplássi í skálum
 • Fullt fæði með grillveislu í Þórsmörk síðasta kvöldið. Leiðsögumaður sér um eldamennsku en aðstoð þátttakenda er þegin með þökkum.
 • Hópastærð 10-16 manns
 • Gengið 4-7 tíma á dag

Dagskrá

Dagur 1. Reykjavík - Hrafntinnusker

Mæting er kl 6:30 á BSI rútustöðina við Vatnsmýrarveg. Rútan leggur af stað stundvíslega kl 7. Ekið er sem leið liggur upp í Landmannalaugar þangað sem komið er um hádegisbil. Eftir hádegismat hefjum við gönguna og höldum yfir Laugahraun upp að hverunum undir Brennisteinsöldu. Þaðan er gengið upp fyrir Brennisteinsöldu meðfram efstu upptökum Laugahrauns og upp á hásléttuna með stórkostlegt útsýni yfir maglit fjöllin og hraunið.  Við höldum áfram eftir hásléttunni og stoppum við Stórahver sem er kraftmikill gufu-og goshver og gerum ráð fyrir að vera komin í Höskuldarskála í Hrafntinnuskeri um fimmleitið. Þar sem við komum okkur fyrir í skálanum og slökum á meðan leiðsögumaðurinn okkar útbýr kvöldmatinn. 

Fjarlægð: 12 km, 4-5 klst ganga, hækkun 470 m

Dagur 2. Hrafntinnusker - Álftavatn

Eftir staðgóðan morgunnmat nestum við okkur fyrir daginn og leggjum af stað. Við göngum meðfram hlíðum Reykjafjalla að Kaldaklofsfjöllum og niður að brún Jökultungna. Þaðan er frábært útsýni yfir Jöklana þrjá, Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul sem og Álftavatn og mosavaxin fjöllin í kring. Síðan tekur við frekar brött leið niður Jökultungurnar og að Álftavatni þar sem við gistum í skála.

Fjarlægð: 12 km, 4-5 klst ganga, lækkun 490 m

Dagur 3: Álftavatn – Emstrur

Eftir morgunverð og nestisgerð er haldið af stað. Eftir stutta göngu tökum við af okkur gönguskóna og vöðum Bratthálskvíslina sem er lítil en köld. Við stoppum í Hvanngili þar sem Ferðafélag Íslands er með annan skála og þurfum svo fljótlega að vaða Bláfjallakvíslina sem getur verið varasöm í rigningum. Leiðsögumaður mun aðstoða og útskýra hvernig best er að vaða ána.  Síðan tekur við ganga yfir sandinn og að hinum stórfenglegu 200 metra djúpu Markarfjótsgljúfrum. Þaðan er svo örstutt í Botnaskála í Emstrum þar sem við gistum.

Fjarlægð: 16 km, 6-7 klst ganga, lækkun 40 m

Dagur 4. Emstrur – Þórsmörk

Síðasti áfangi leiðarinnar liggur um fjölda gilskorninga að göngubrúnni á Syðri-Emstgruá og þar á eftir um Slyppugil og Bjórgil í átt að Hamraskógum.  Lokaspölurinn er kærkominn stígur í gegnum kræklóttan birkiskóginn yfir í Langadal í Þórsmörkinni. Um kvöldið höldum við upp á frábæra göngu með grillveislu og höfum það huggulegt í skálanum.

Fjarlægð: 17 km, 6-7 klst ganga, lækkun 300 m

 

Dagur 5. Þórsmörk – Reykjavík

Þórsmörkin er rómuð fyrir mikla náttúrufegurð, gróðursæld og veðursæld. Við ætlum að nota síðasta morguninn til að ganga upp á Valahnjúk, bæjarhóllinn við Skagfjörðsskála, þaðan höfum við magnað útsýni yfir jöklana og mörkina og a.m.k. síðustu tvær dagleiðirnar. Við trítlum svo niður í Sönghelli þar sem við tökum lagið áður en við snúum aftur í skálann. Eftir hádegisverð er rútuferð í bæinn þangað sem komið er um sjöleitið.

Bóka ferð

Ferðina er hægt að bóka fyrir einstaklinga og hópa, vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.