Umhverfisjóður ÍFLM

Reglur
Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands. Allir sem fá styrk úr sjóðnum þurfa að skila inn fjárhagsáætlun vegna verkefna sem vinna á með fé úr sjóðnum, hvort sem að sjóðurinn styrkir verkefni að hluta eða að fullu. Skila skal skýrslu í verkefnalok, með afriti af kvittunum og myndum af verkframkvæmd fyrir, á meðan og eftir að framkvæmdum lýkur. ÍFLM hefur fullan aðgang að myndum og texta í sínu kynningarefni og á heimasíðum án þess að sérstök greiðsla komi fyrir myndefni.

Hvaða verkefni eru styrkhæf.
Sjóðurinn styrkir eftirfarandi verkefni:
a. Til uppbyggingar, viðhalds og endurbóta mannvirkja og náttúru Íslands.

Hverjir eru styrkhæfir aðilar og samstarf um verkefni
Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. ÍFLM geta verið aðilar að verkefnum sem eru styrkhæf.

Takmarkanir á styrkveitingum
Sjóðnum er ekki heimilt að;

 • 1. Bera rekstrarkostnað mannvirkja eða svæða
 • 2. Styrkja rekstur ferðamannastaða
 • 3. Veita fjármagn til verkefna sem er lokið

Auglýsingar og umsóknartími
Styrkir úr sjóðnum eru auglýstir á heimasíðu fyrirtækisins annað hvert ár. Úthlutað er úr sjóðnum fyrir 10. maí sama ár.
Umsóknum skal skilað í rafrænt í tölvupósti á netfangið; [email protected]
Þeim gögnum sem ekki er unnt að skila rafrænt má skila skriflega til; Umhverfisjóðs ÍFLM, Stórhöfða 33. 110 Reykjavík.

Umsóknir tilgreini markmið og aðgerðir sem stefnt er að og hafi nánari lýsingar:

 • 1. Tilgreina þarf hvert markmiðið er með uppbyggingu.
 • 2. Áætlun um fjármögnun á verkefninu.
 • 3. Samþykki landeiganda og/eða viðkomandi yfirvalda fyrir framkvæmd.
 • 4. Lýsa skal því sem á að gera og staðsetja það inn á kort eða myndir.
 • 5. Skila skal inn myndum af svæði og staðsetningu þess með GPS hnitum.
 • 6. Leitast skal við að nota náttúrulegt efni úr umhverfinu eða í samræmi við íslenskt umhverfi til uppbyggingar mannvirkja og viðhalds stígakerfis.
 • 7. Leitast skal við að uppbygging sé í stíl við íslenskar hefðir og falli vel að umhverfinu.
 • Ef umsókn fylgja ekki umbeðin gögn, telst umsóknin ekki gild.

Út greiðsla styrkja:
Styrkur greiðist út í þrennu lagi - þ.e. 30% greiðist út eftir undirskrift samnings, 40% eftir samþykkta framvinduskýrslu og 30% eftir að fullnægjandi lokaskýrsla og reikningar hafa borist styrkveitanda.

Skilyrði fyrir styrkveitingu:
Styrkþega er óheimilt að framselja styrkinn eða ráðstafa til annarra aðila eða til annarra verkefna en getið er um í umsókn. Reikningar vegna verkefnisins, skulu vera skýrt aðgreindir í bókhaldi frá annari starfsemi.

Vanefndir:
Brot á samningnum getur einnig haft áhrif á möguleika hans til frekari styrkveitinga. Hafi styrkþegi þegar fengið hluta styrksins greiddan fyrir fram, veitir brot á samningi þessum styrkveitanda heimild til að krefjast fullrar endurgreiðslu.
Mál er kunna að rísa út af ágreiningi í samningum skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.