Jöklaganga frá Skaftafelli
Verð frá
18990 kr.
Erfiðleikastig
Auðveld
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Hvað er innifalið
Leiðsögn fagmenntaðs leiðsögumanns, allur nauðsynlegur jöklabúnaður
Þú útvegar
Hlýjan fatnað og góða skó
Lengd ferðar
~ 3 klst samtals (1:30 - 2 klst á jökli)
Upphafsstaður
Skáli Íslenskra Fjallaleiðsögumanna við Þjónustumiðstöðina í Skaftafelli
Í þessari auðveldu og fjölskylduvænu jöklagöngu er farið í stuttan leiðangur um skriðjökul í nágrenni Skaftafells. Vatnajökull, stærsti jökull í Evrópu, og skriðjöklarnir sem teygja sig niður jökuldali Vatnajökulsþjóðgarðs eru ótrúleg náttúruundur sem vert er að skoða. Viðurkenndur og reyndur jöklaleiðsögumaður tekur á móti þér í höfuðstöðvum okkar í Skaftafelli en þaðan er haldið að rótum skriðjökuls þar sem aðgengi er gott. Gengið er um framandi landslag þar sem djúpar sprungur, vatnssvelgir og aðrar jökulmyndanir eru skoðaðar á öruggan hátt. Á meðan jöklaleiðsögumaður okkar fræðir hópinn um nærumhverfið gefst nægur tími til að taka myndir og safna minningum.
Allur tæknilegur búnaður, mannbroddar og ísexi, öryggisbelti og hjálmur, er innifalin í ferðinni og fyrri reynsla af jöklagöngum er ekki nauðsynleg.
Lágmarks aldur: 10