Öryggi í ferðum Fjallaleiðsögumanna

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa verið í fararbroddi hvað varðar öryggismál í íslenskri ferðaþjónustu. Í landi þar sem lög og reglugerðir hvað þetta varðar eru í lágmarki verða félög að setja sér eigin viðmið og stefnu. Stefna ÍFLM er að öryggismál fyrirtækisins séu í samræmi við bestu aðferðir hverju sinni. Þessi stefna sést m.a á fámennum hópum, menntun leiðsögumanna og okkar eigin starfsmannaþjálfun.

Helstu öryggisþættir í ferðum ÍFLM:

  • Vönduð hópstjórn og öruggt leiðaval (mikilvægasti þátturinn).
  • Trygg fjarskipti og öguð viðbrögð við óvæntum aðstæðum.
  • Fyrsta hjálp og björgunaraðgerðir.

Að sjálfsögðu er ekki hægt að ábyrgjast 100% öryggi í ferðum, ekki frekar en í lífinu sjálfu, en við erum sannfærð um að með skilvirkri öryggisstefnu og starfsmannaþjálfun er hægt að lágmarka hættuna sem kann að felast í gönguferðum um óbyggðir.


Vakinn - Gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar

Árið 2015 urðu Íslenskir Fjallaleiðsögumenn fyrst fyrirtækja sem bjóða upp á bakpoka- og gönguferðir á Íslandi, til að hljóta gæða- og umhverfisvottun Vakans. Með vottuninni staðfestist að Íslenskir Fjallaleiðsögumenn sinna gæða- og umhverfismálum af fagmennsku og heiðarleika.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband