Dagsferð að Grænahrygg
Leiðsögumaður
Sölvi Signhildar- Úlfsson

Sölvi Signhildar- Úlfsson
Leiðsögumaður

Verð frá
23999 kr.
Erfiðleikastig
Krefjandi
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Hvað er innifalið
Rútumiði, leiðsögn
Þú útvegar
Hlýjan, regnheldan fatnað, gönguskó, gott nesti og andlitsgrímu fyrir rútuferðina
Lengd ferðar
8 klst.
Við sækjum þig á
BSÍ
Athugið
Vinsamlegast athugið að vegna Covid-19 er andlitsgrímuskylda í rútum. Andlitsgrímur eru til sölu á BSÍ.
Hver og einn ber ábyrgð á því að fylgja 2 metra reglunni í göngunni.
Flestir Íslendingar þekkja til Landmannalauga og vita hvers konar litadýrð er að finna í líparítinu á svæðinu. En færri hafa heyrt um Grænahrygg, sem ólíkt mörgum íslenskum örnefnum ber nafn með rentu. Grænihryggur er nákvæmlega það sem hann segist vera, fagurgrænn hryggur í miðju landslaginu sem ómögulegt er að ná á mynd því hún virðist alltaf vera teiknuð. Sjón er hér sögu ríkari og ef eitthvert náttúruundur er þess virði að bera eigin augum, þá er það Grænihryggur.
Boðið er upp á ferðina í samstarfi við Kynnisferðir sem munu sjá um akstur. Ekið er frá BSÍ inn á Fjallabak að Kirkjufelli þar sem gangan hefst. Gengið er frá grösugum grundum Kýlinga, upp Halldórsgil og inn í Torfajökulsöskjuna. Þar blasir við útsýni yfir veröld óvenjulegrar litagleði, gular líparítsskriður prýddar mjúkum mosa tróna yfir jökulgiljum. Gengið er eftir hryggjum, hlíðum og botnum giljanna til að finna hinn einstaka Grænahrygg.
Þetta er löng dagsferð með akstri en gert er ráð fyrir að gangan sjálf taki um 8 klst. Fólki er ráðlagt að vera vel búið með gott nesti, vaðskó og handklæði því farið er yfir nokkur vöð á leiðinni.
Vinsamlegast athugið að lágmarksfjöldi í þessa ferð er 20 manns og hámarksfjöldi 30.
Lágmarks aldur: 16 ára