Hrútsfjallstindar
Erfiðleikastig
Erfið
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Hvað er innifalið
Leiðsögn sérmenntaðs leiðsögumanns og allur nauðsynlegur búnaður til jöklaferða
Brottfarir
Alla föstudaga frá 1. apríl til 15. ágúst
Lengd ferðar
14-16 klst
Upphafsstaður
Söluskáli Íslenskra fjallaleiðsögumanna við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli
Hópastærð
Lágmark tveir þátttakendur og hámark 6 í línu
Athugið
Frekari upplýsingar á [email protected]
Í heimi jökla og hárra tinda
Hrútsfjallstindar er nafnið á 4 glæsilegum fjallstindum sem standa norðan við Svínafellsjökul og rís sá hæsti þeirra 1875m yfir sjávarmál. Fjallganga á Hrútsfjallstinda er í sambærilegum erfiðleikaflokki og ganga á Hvannadalshnúk og er góður kostur fyrir þá sem vilja komast í krefjandi fjallgöngu sem þó er tæknilega auðveld. Leiðin býður upp á stórbrotið útsýni yfir Öræfajökul sem og skriðjöklana Svínafellsjökul og Skaftafellsjökul. Stórkostleg fjallganga um heim jökla og hárra tinda.
Fyrir frekari upplýsingar, hópaverð og bókanir hafið samband með tölvupósti á [email protected]
Undirbúningsfundur er haldin kl 16:00 daginn fyrir brottför í söluskrifstofu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Skaftafelli.
Lágmarks aldur: 16 ára
Búnaðarlisti
Dagsferð á Öræfajökul
Hvannadalshnjúkur / Hrútafellstindar / Þverártindsegg
- Bakpoki 30-45L
- Vatns og vindheldur öndunarfatnaður, buxur og jakki
- Sterkir gönguskór (hægt að leigja af ÍFLM)
- Legghlífar
- Síðerma bolur úr ull eða gerviefnum
- Göngubuxur eða fleece buxur
- Ullarsokkar / göngusokkar
- Góð sólgleraugu cat. 3-4
- Sólarvörn / fyrir andlit og varir (SPF 30 eða meira)
- Hlý peysa (ull eða fleece)
- Auka peysa til að nota í pásum og á köldum dögum (eða léttur dún / fiber jakki
- Húfa og vettlingar (þunna og þykka)
- Nesti (2-6 samlokur og súkkulaði og annað nasl)
- Vatn (allt að 3L, leitið ráða hjá leiðsögumanni fyrir ferð)
- Myndavél
- Göngustafi (stillanlega skíðastafi)
Snemma á vorin (apríl, maí) er nauðsynlegt að vera með hlýrri föt og ekki úr vegi að hafa einnig skíðagleraugu og vindeldar lúffur/vettlinga með í för.
Frekari upplýsingar:
Fatnaður:
Að fara á Hnúkinn tekur milli 10 og 15 tíma að jafnaði. Búast má við hitastigi á bilinu –10°C og upp í 20°C á hvaða árstíma sem er. Besta leiðin til að vera undirbúinn undir þennan mikla hitamun er að klæða sig í lögum. Þannig er hægt að fara úr í miklum hita eða auka við fatnað eftir því sem ofar dregur og kólnar.
Það er mjög mikilvægt að klæðast fatnaði næst húðinni sem ekki dregur í sig raka. Ull og ýmis gervi efni eru mjög góð. Bómull er alger bannvara á fjöllum! Útivistarverslanir hafa mikið framboð af góðum innanundirfatnaði og geta gefið góð ráð um val á honum. Þunnir langerma bolir gefa besta vörn á sólar dögum!
Matur og drykkur:
Á meðan á fjallgöngunni stendur er stoppað nokkrum sinnum í lengri og skemmri tíma til að nærast og drekka. Mjög gott er að hafa nesti sem samanstendur af sælgæti, t.d. súkkulaði, sem borða má í stuttum pásum og samlokum sem gefa langtíma orku og borða má í lengri hléum.
Það er sjaldgæft að göngumenn nái ekki toppnum vegna þreytu. Þegar slíkt kemur fyrir er það venjulega vegna vöðvakrampa. Vöðvakrampar verða til vegna samblands áreynslu, vökva- og steinefnaskorts. Besta leiðin til að koma í veg fyrir krampa er að drekka mikið af vökva.
Hægt er að blanda ýmiskonar orkudrykkjum út í vatn til að bæta upp steinefna- og orkuskort. Best er að velja orkudrykki sem hafa mikið af steinefnum en ekki eingöngu kolvetni. Styrkur blöndunnar ætti að vera um ½ af því sem framleiðandi mælir með. Vatnið ætti að bera þannig að hægt sé að ná í það á göngu og ekki þurfi alltaf að taka af sér bakpokann til að drekka.
Góður kolvetnaríkur morgunmatur hjálpar til [múslí, brauð, o.þ.h.] og ekki er verra að drekka mikið áður en lagt er af stað. Kaffidrykkju ætti þó að stilla í hóf þar sem hún leiðir til frekara vökvataps.
Drekka, drekka,og drekka svo meira!
Æfingar:
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem leggja í göngu á Hvannadalshnjúk með ÍFLM ná toppnum. Þegar það gerist ekki er það oftast vegna veðurs. Engin ætti þó að vanmeta Hnjúkinn. Gangan er löng og dagurinn erfiður. Jafnvel fyrir fólk í mjög góðu formi!
Allir ættu því að æfa sig áður en lagt er á brattann. Esjan, Móskarðshnúkar, Vífilfell, Skarðsheiði og Akrafjall eru nokkur dæmi um fjöll sem eru aðgengileg og skemmtileg til að byggja upp þol.
Kær kveðja og góða ferð,
Starfsfólk Íslenskra fjallaleiðsögumanna