Jöklaganga á Sólheimajökli
Auðveld jöklaganga fyrir alla fjölskylduna
Verð frá
16999 kr.
Erfiðleikastig
Auðveld
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Hvað er innifalið
Leiðsögn fagmenntaðs leiðsögumanns, allur nauðsynlegur jöklabúnaður
Þú útvegar
Hlýjan fatnað og góða skó
Lengd ferðar
~ 3 hrs samtals (1-1h30 á jökli)
Upphafsstaður
Bækistöð Íslenskra Fjallaleiðsögumanna við Sólheimajökul (vegur 221)
Jöklaganga er auðveld og þægileg leið til að kynnast skriðjöklum landsins með lítilli fyrirhöfn. Jöklarnir okkar, sem setja svip sinn á náttúru Íslands, eru aðgengilegri en margir halda. Gangan inniheldur litla hækkun, krefst ekki tæknilegrar þekkingar á jöklaferðum og er ekki líkamlega erfið.
Þessi auðvelda jöklaganga á Sólheimajökli er tilvalin afþreying fyrir alla fjölskylduna og í dagsferðarfæri frá höfuðborgarsvæðinu. Viðurkenndur og reyndur jöklaleiðsögumaður mun leiða þig á öruggan hátt um jökulinn. Oft má sjá djúpar sprungur, vatnssvelgi, bláar og tærar ísmyndanir og annað sem Íslensku skriðjöklarnir hafa upp á að bjóða. Gangan er við flestra hæfi og nægur tími er til að taka myndir og fræðast um myndun og mótun jöklanna.
Allur tæknilegur búnaður, mannbroddar og ísexi öryggisbelti og hjálmur, er innifalin í ferðinni og fyrri reynsla af jöklagöngum er ekki nauðsynleg.
Fyrir frekari upplýsingar, hópaverð og bókanir hafið samband með tölvupósti á [email protected]
Lágmarks aldur: 10