Ísklifur í nágrenni Reykjavíkur
Lærðu undirstöðuatriðin í ísklifri eða láttu reyna á klifurgetu þína á einhverju af þeim frábæru klifursvæðum sem eru í nágrenni Reykjavíkur.
Leiðsögumaður
Ívar Finnbogason

Ívar Finnbogason
Leiðsögumaður

Ívar er einn af reyndustu leiðsögumönnum landsins og hefur farið yfir 70 sinnum á Hnúkinn frá öllum áttum, á fjallaskíðum, gangandi, á snjóþrúgum og gönguskíðum og á enn hraðametið á Hnúkinn. Hann hefur leiðsagt fjölda fjallaskíðaferða á Tröllaksagunum og víðar, unnið á Grænlandi, Mt.Blanc, Elbrus, Kilimanjaro og á Suðurskautinu auk þess að vera einn af virtustu kennurum í menntun íslenskra leiðsögumanna í jökla- og fjallaleiðsögn.
Verð frá
25000 kr.
Erfiðleikastig
Hófleg, Miðlungs
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Hvað er innifalið
Allur tæknilegur búnaður, leiðsögn og ísklifursskór
Þú útvegar
Akstur á staðinn, almennur útivistarfatnaður, bakpoki og nesti
Lengd ferðar
4-6 klst
Upphafsstaður
Ákveðið eftir aðstæðum hverju sinni
Hópastærð
1-2 þátttakendur á hvern leiðsögumann
Athugið
Vinsamlegast klæðist hlýjum og þægilegum fatnaði til klifurs og hafið með nesti.
Sum af bestu ísklifursvæðum landsins eru í nágrenni Reykjavíkur.
Fjalllaleiðsögumenn geta boðið upp á ísklifurkennslu og leiðsögn fyrir öll erfiðleikastig sem skemmtilega dagsferð frá borginni.
Kennsla í ísklifri fyrir allt að fjóra þátttakendur
Klifrað í ofanvað (e. Top rope) þar sem leiðsögumaðurinn gefur góð ráð og fer í klifurtækni og þá þætti sem snúa að línuvinnu eftir þörfum og óskum hverju sinni.
Ísklifur - leiðir
Leiðsögumaðurinn klifrar alvöru klifurleiðir og þátttakendur elta. Þegar leiðin er búin er oftast sigið niður. Þessi dagur er lærdómsríkur en ekki síður spennandi ævintýri sem fæstir upplifa nokkru sinni. Fjallaleiðsögumenn sjá um að tryggja að öryggið sé í fyrirrúmi. Hver leiðsögumaður getur aðeins klifrað með 1 - 2 gesti.
Varúð, þetta getur reynst verulega ávanabindandi!
Fyrir frekari upplýsingar, hópaverð og bókanir hafið samband með tölvupósti á [email protected]
Lágmarks aldur: 14 ára