Klifrað í fallegum aðstæðum

Ísklifursdagur í nágrenni við Reykjavík

Lærðu undirstöðuatriðin í ísklifri í fylgd reynslumikils fjallaleiðsögumanns.

Mynd © Ívar Finnbogason

Ísklifur í nágrenni Reykjavíkur

Lærðu undirstöðuatriðin í ísklifri eða láttu reyna á klifurgetu þína á einhverju af þeim frábæru klifursvæðum sem eru í nágrenni Reykjavíkur.

Erfiðleikastig
Hófleg, Miðlungs

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Hvað er innifalið
Allur tæknilegur búnaður, leiðsögn og ísklifursskór

Þú útvegar
Akstur á staðinn, almennur útivistarfatnaður, bakpoki og nesti

Lengd ferðar
4-6 klst

Upphafsstaður
Ákveðið eftir aðstæðum hverju sinni

Hópastærð
1-2 þátttakendur á hvern leiðsögumann

Athugið
Vinsamlegast klæðist hlýjum og þægilegum fatnaði til klifurs og hafið með nesti.

Sum af bestu ísklifursvæðum landsins eru í nágrenni Reykjavíkur. 

Fjalllaleiðsögumenn geta boðið upp á ísklifurkennslu og leiðsögn fyrir öll erfiðleikastig sem skemmtilega dagsferð frá borginni. 

Kennsla í ísklifri fyrir allt að fjóra þátttakendur

Klifrað í ofanvað (e. Top rope) þar sem leiðsögumaðurinn gefur góð ráð og fer í klifurtækni og þá þætti sem snúa að línuvinnu eftir þörfum og óskum hverju sinni. 

Ísklifur - leiðir

Leiðsögumaðurinn klifrar alvöru klifurleiðir og þátttakendur elta. Þegar leiðin er búin er oftast sigið niður. Þessi dagur er lærdómsríkur en ekki síður spennandi ævintýri sem fæstir upplifa nokkru sinni. Fjallaleiðsögumenn sjá um að tryggja að öryggið sé í fyrirrúmi. Hver leiðsögumaður getur aðeins klifrað með 1 - 2 gesti.

Varúð, þetta getur reynst verulega ávanabindandi! 

Fyrir frekari upplýsingar, hópaverð og bókanir hafið samband með tölvupósti á [email protected]

Lágmarks aldur: 14 ára

Bóka ferð

Ferðina er hægt að bóka fyrir einstaklinga og hópa, vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.