Fjórhjólaferð um Sólheimasand að DC3 flugvélaflakinu
Verð frá
14990 kr.
Erfiðleikastig
Auðveld
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Hvað er innifalið
Tveggja sæta fjórhjól, leiðsögn fagmenntaðs leiðsögumanns, hlífðaralklæðnaður, hjálmur og lambhúshetta
Þú útvegar
Hlýjan fatnað og gönguskó
Lengd ferðar
1 klst
Upphafsstaður
Bækistöðvar Arcanum undir Mýrdalsjökli (Ytri-Sólheimar, vegur 222), mæting 20 mín fyrir brottför.
Athugið
Gild ökuréttindi þarf til að aka fjórhjóli. Einstaklingar og oddatöluhópar þurfa að greiða fyrir staka ökumenn (e. single rider fee).
Ferðin hefst við bækistöðvar Arcanum undir Mýrdalsjökli (Mýrdalsjökull Base Camp) þar sem leiðsögumaður ferðarinnar tekur á móti ykkur. Allur nauðsynlegar búnaður er innifalinn í ferðinni og áður en lagt er af stað, er farið yfir helstu öryggisatriði. Þegar allt er klárt er stefnan tekin á Sólheimasand. Ekið er eftir strandlínunni með stórbrotið útsýni yfir sjóinn, Dyrhólaey og Mýrdalsjökul í fjarska. Næst liggur leiðin inn í land, yfir litla á og að hinu fræga DC3 flugvélarflaki. Að lokum er haldið aftur yfir Sólheimasand, og til baka á upphafsstað ferðarinnar.
Ferðin er tilvalin fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna og er því skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna.
Athugið: Gild ökuréttindi þarf til að aka fjórhjóli. Einstaklingar og oddatöluhópar þurfa að greiða fyrir staka ökumenn (e. single rider fee).
Fyrir frekari upplýsingar, hópaverð og bókanir hafið samband með tölvupósti á [email protected]
Til að nota ferðagjöfina er valmöguleikinn Gift Card notaður í bókunarferlinu
Ef þú ert að leita að ferð eftir hádegi skóðaðu þá 2 tíma ferðina Fjöll, Fjara og Flugvélaflak
Lágmarks aldur: 8