Hvannadalshnúkur á fjallaskíðum
Verð frá
54900 kr.
Erfiðleikastig
Erfið
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Hvað er innifalið
Leiðsögn sérmenntaðs leiðsögumanns og allur nauðsynlegur búnaður til jöklaferða
Þú útvegar
Akstur til og frá upphafsstaðar við Sandfell og fjallaskíðabúnað
Tungumál
Ís
Lengd ferðar
10-15 klst. ganga
Upphafsstaður
Skáli Íslenskra fjallaleiðsögumanna við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli
Hópastærð
Lágmark tveir þátttakendur og hámark 6 í línu
Athugið
Upplýsingafundur með leiðsögumanni fer fram annað hvort daginn áður í Skaftafelli eða í Reykjavík fyrir brottför.
Frekari upplýsingar á [email protected]
Hvannadalshnúkur er hæsti tindur landsins og vinsæl áskorun fyrir þá sem eru komnir af stað í gönguferðum og fjallgöngum. Að renna sér niður af hæsta tindi landsins á fjallaskíðum ætti að vera efst á lista alls skíðafólks á Íslandi. Þetta er ekki auðveldur dagur á fjöllum með 2000m hækkun og mælt er með því að þeir sem skrá sig hafi þegar reynslu af fjallaskíðun og hafi tekið stóra daga með 1300+ metra hækkun.
Það er aðeins ein brottför árið 2024: 18. maí.
Í þessari brottför verður farið upp og niður Sandfellsleiðina sem bíður upp á jafna og þægilega uppgöngu og eina allra lengstu skíðabrekku landsins. Fagmennska á fjöllum!
Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á [email protected] Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa alla tíð boðið upp á persónulega og faglega þjónustu í litlum hópum.
Ferðir á Hvannadalshnúk eru ávallt í litlum hópum, 2-6 manns á hvern leiðsögumann. Þessir staðlar gera okkur kleift að bjóða upp á krefjandi og spennandi ferð um leið og við förum eftir tilmælum almannavarna og landlæknis varðandi fjölda og fjarlægðar milli einstaklinga.
Lágmarks aldur: 16 ára