Gönguferðir og útivist
Íslenskir Fjallaleiðsögumenn bjóða upp á spennandi kosti þegar kemur að útiveru í íslenskri náttúru. Meðal annars er boðið upp á hina stórkostlegu göngu Núpsstaðarskógar-Skaftafell, leið sem stofnendur Íslenskra Fjallaleiðsögumanna fundu og byrjuðu að bjóða göngufólki árið 1994, en einnig þekktari leiðir eins og gang yfir Fimmvörðuháls. Við bjóðum líka upp á marga skemmtilegar afþreyingaferðir á suðurlandi, eins og jöklagöngur, kayakferðir, fjórhjól ofl, ýmis námskeið sem og krefjandi fjallgöngur á hæstu tinda landsins, td. Hvannadalshnúk, Hrútfjallastinda og Eyjafjallajökul.