Íslenskir Fjallaleiðsögumenn
1994 stofnuðu fjórir ungir fjalla- og leiðsögumenn fyrirtækið Íslenska Fjallaleiðsögumenn.
Markmið þeirra frá upphafi var að fara ótroðnar slóðir með innlenda sem erlenda ferðamenn, opna augu fólks fyrir fjallaferðum, stuðla að verndun viðkvæmrar náttúru norðurslóða og að auka gæði og fagmennsku í leiðsögn. Trúir þessum markmiðum, hafa Íslenskir Fjallaleiðsögumenn staðið í farabroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í þróun nýrra ferða, umhverfismálum, menntun starfsmanna og öryggismálum.
Sem þjónustufyrirtæki leggja Íslenskir Fjallaleiðsögumenn áherslu á breidd í ferðum, allt frá auðveldum dagsferðum og lengri gönguferðum til erfiðra heimskautaleiðangra, með mottóið - ævintýri fyrir alla - að leiðarljósi.
Starfsfólk á skrifstofu og leiðsögumenn
Scott Hillen

Scott Hillen

Scott kemur frá Skotlandi og vann þar fyrir húsgagnaframleiðanda áður en hann flutti til Íslands 2017. Við vorum heppin að fá hann til liðs við okkur því inn á hans borð koma fá vandamál sem hann finnur ekki lausn á. Hann stefnir á að ferðast um vesturströnd Kanada einn daginn en er einnig áhugamaður um arkítektúr.
Marco Porta

Marco Porta
Leiðsögumaður

Elín Sigurveig Sigurðardóttir

Elín Sigurveig Sigurðardóttir

Sigrún Sía Benediktsdóttir

Sigrún Sía Benediktsdóttir

Matteo Meucci

Matteo Meucci
Leiðsögumaður

Sölvi Signhildar- Úlfsson

Sölvi Signhildar- Úlfsson

Kjörorð Íslenskra Fjallaleiðsögumanna eru „Ástríða og fagmennska“.
Orðspor og ánægðir viðskiptaveinir bera þess vitni að starfsemi fyrirtækisins hefur borið ávöxt. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og sem dæmi má nefna frumkvöðlaverðlaun Icelandair, frumkvöðla-, menntunar- og umhverfisverðulaun SAF, Kuðungin umhverfisverðlaun, Vakinn gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar og fleira.