Til þess að gera daginn eins eftirminnilegan og hægt er bjóðum við upp á að sníða daginn að þínum hóp. Í boði er að bæta við akstri frá Reykjavík, máltíðum og gistingu.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við [email protected]
Jöklaganga á Sólheimajökli
Jöklaganga á Sólheimajökli
Dagur á jökli er tilvalin afþreying fyrir hópa. Jökullinn býður upp á endalausa möguleika sem hægt er að sníða að áhugasviði hvers hóps. Ferðin hefst við bækistöð okkar við rætur Sólheimajökuls. Þar tekur leiðsögumaður á móti hópnum og fer yfir grundvallaratriði þess að ganga á skriðjökli. Jöklar landsins eru sífellt á hreyfingu og breytingar á þeir eru örar. Á Sólheimajökli má finna djúpar sprungur og svelgi, jökldrýli og stórfenglegar ísmyndanir.
Ef þú ert að leita að heildarpakka fyrir hópinn eða fyrirtækið þitt getum við hjálpað þér. Sölufulltrúar Íslenskra Fjallaleiðsögumanna gjörþekkja þjónustuúrvalið á svæðinu í kring fyrir ferðamenn. Við getum auðveldað þér ferlið og bætt við pakkann rútuakstri til og frá Reykjavík, bókað gistingu og veitingar á svæðinu, eða látið útbúa nestispakka fyrir hópinn til að taka með. Hafðu samband við okkur hér að neðan og við getum útbúið sérsniðið ævintýri alveg eftir þínu höfði.
Fjórhjólaferð á Sólheimasandi
Fjórhjólaferð á Sólheimasandi
Fjórhjólaferð um Sólheimasand er spennandi og skemmtileg afþreying. Farið er yfir ár og svarta sanda í átt á DC-3 flugvélaflakinu sem liggur í fjörunni. Leiðin er spennandi, fjölbreytt og krefst engrar reynslu á fjóhjóli.
Hægt er að lengja ferðina um klukkutíma og er þá farið inn í fallegt og gróðursælt gljúfur sem falið er undir Mýrdalsjökli.
Ef þú ert að leita að heildarpakka fyrir hópinn eða fyrirtækið þitt getum við hjálpað þér. Sölufulltrúar Íslenskra Fjallaleiðsögumanna gjörþekkja þjónustuúrvalið á svæðinu í kring fyrir ferðamenn. Við getum auðveldað þér ferlið og bætt við pakkann rútuakstri til og frá Reykjavík, bókað gistingu og veitingar á svæðinu, eða látið útbúa nestispakka fyrir hópinn til að taka með. Hafðu samband við okkur hér að neðan og við getum útbúið sérsniðið ævintýri alveg eftir þínu höfði.
Snjósleðaferð á Mýrdalsjökli
Snjósleðaferð á Mýrdalsjökli
Snjósleðaferðin okkar er tilvalið ævintýri fyrir hvatahópa. Sleðarnir eru öruggir og auðveldir í notkun og við getum tekið á móti stórum hópum. Farið er á 8-hjóla tröllatrukk upp að jökulröndinni þar sem sleðarnir bíða hópsins. Á sleðunum er svo farið í átt að brún Kötluöskju þar sem við tekur stórfenglegt útsýni yfir Suðurströndina.
Ef þú ert að leita að heildarpakka fyrir hópinn eða fyrirtækið þitt getum við hjálpað þér. Sölufulltrúar Íslenskra Fjallaleiðsögumanna gjörþekkja þjónustuúrvalið á svæðinu í kring fyrir ferðamenn. Við getum auðveldað þér ferlið og bætt við pakkann rútuakstri til og frá Reykjavík, bókað gistingu og veitingar á svæðinu, eða látið útbúa nestispakka fyrir hópinn til að taka með. Hafðu samband við okkur hér að neðan og við getum útbúið sérsniðið ævintýri alveg eftir þínu höfði.