Skessuhorn á Skarðsheiði

Klifraðu eina skemmtilegustu alpaleið landsins, norðaustur-hrygg Skessuhorns

Mynd © Bjartur Týr Ólafsson

Alpaklifur í Skarðsheiði

Klifur eftir klassískri alpaleið, norð-austurhrygg Skessuhorns. 450 metrar af klifri, klikkað útsýni og geggjaður tindur - getur ekki klikkað!

Verð frá
45000 kr.

Erfiðleikastig
Krefjandi

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Hvað er innifalið
Leiðsögn fagmenntaðs fjallaleiðsögumanns, stífir klifurskór, allur nauðsynlegur klifurbúnaður

Þú útvegar
Fatnaður eftir veðri, orkuríkt nesti

Lengd ferðar
10 klst.

Hópastærð
1-2 þátttakendur per leiðsögumann

Skessuhorn á Skarðsheið er ein skemmtilegasta alpaklifurleið í nágrenni við Reykjavíkur. Norð-austur hryggur fjallsins er gífurlega skemmtileg leið þar sem skiptast á misbrött höft og syllur. Þegar upp á toppinn er komið blasir við magnað útsýni um Snæfellsnesið og Hvalfjörðinn.

Lagt er snemma af stað til að ná sem bestum aðstæðum. Farið er í samfloti frá Reykjavík en við getum boðið upp á akstur ef eftir því er óskað. Aðkoma tekur um 2-3 klukkustundir. Þegar að fjallinu er komið er skipt yfir í klifurbúnað og 450 metra langur veggurinn klifraður. Klifrið sjálft tekur um 2-3 klukkustundir. 

Kvöldið fyrir brottför verður haldinn fundur með leiðsögumanni til að fara yfir plan klifurdagsins og máta búnað. Íslenskir fjallaleiðsögumenn útvega allan tæknilegan búnað, svo sem stífa klifurskó, brodda, axir, belti, hjálm, línur og annan klifurbúnað. Þátttakendur skulu klæða sig eftir veðri og taka með orkumikið nesti því þetta verður stór dagur á fjöllum.

Þar sem um tæknilegt klifur er að ræða eru einungis 1-2 þátttakendur á hvern leiðsögumann. Því er auðvelt að haga klifrinu að getustigi hvers og eins og bjóða upp á eins persónulega upplifun og hægt er.

Lágmarks aldur: 16

Bóka ferð

Ferðina er hægt að bóka fyrir einstaklinga og hópa, vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.