Fjallaskíði í Pýreneafjöllunum

Fjallaskíði í Pýreneafjöllunum

Leiðsögumaður
Roger Martorell

Roger Martorell

Leiðsögumaður

Verð frá
185000 kr.

Erfiðleikastig
Miðlungs

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Hvað er innifalið
Leiðsögn, gisting og fæði að hluta

Brottfarir
mars 2020

Lengd ferðar
8 dagar

Upphafsstaður
Barcelona

Hópastærð
4 - 6

Fjallaskíðaferðin sem alla dreymir um,

næsta almenna brottför er í mars 2020, fyrir sérhópa eru laust pláss vorið 2019.


Hér er á ferðinni ein flottasta fjallaskiðaleið í Pýreneafjöllunum og eitthvað sem enginn skíðari ætti að láta framhjá sér fara. Um er að ræða 5 daga í ómótstæðilegu landslagi Aiguestortes og St Maurici þjóðgarðanna. Leiðsögumaðurinn leitar upp bestu brekkurnar og besta færið.

Dagskrá

Dagur 1: Barcelona - Vielha

Við komuna til Barcelona bíður bíll og við höldum beint upp til Pýreneafjallanna og bæjarins Vielha sem er að finna í Aran dalnum. Eftir 4 klukkustunda alkstur er komið á áfangastað og haldið á 3* hótel þar sem gist verður fyrstu nóttina.

Dagur 2: Arties - Montardo - Ventosa i Calvell skáli
Í dag hefst leiðangurinn og haldið er upp í hin stórfenglegu fjöll. Dagleiðin er um það bil 11 km löng með hækkun upp á 1000 metra og lækkun um 400 metra. Hálft fæði

Dagur 3: Ventosa i Calvell - Collado de Contraix - Gran Tuc de Colomers - Llong lake skáli
Annar dagurin er jafnvel betri en sá fyrsti í þessari dásamlegu skíðaparadís. Við ferðumst 10 km í heildina með hækkun upp á 850 metra og lækkun um 1000 metra. Hálft fæði

Dagur 4: Llong lake skáli - Subenuix tindur - Amitges skáli
Frá þessum fallega staðsetta skála er haldið áfram og í dag er tindurinn Subenuix takmarkið áður en skíðað er í næsta skála. Dagleiðin er um það bil 8 km með hækkun upp á 900 metra og lækkun um 500 metra. Hálft fæði

Dagur 5: Amitges skáli - Basserieo - Col du Lac Glacat - Saboredo skáli
Dagleiðin í dag er ekki síðri en undarnfarna daga og endalaust hægt að njóta lífsins. Skíðað um Basserieo og yfir skarðið Col du Lac Glacat niður í Saboredo Skálann. Vegalengdin er um það bil 7 km með hækkun um 500 metra og lækkun um 700 metra. Hálft fæði

Dagur 6: Saboredo skáli - Serra Sendrosa - Banhs de Tredós - Vielha
Óbyggðaskíðuninni lýkur í dag og við höldum um Serra Sendros og Banhs de Tredós til baka til Vielha og á hótel. Dagleiðin er um það bil 10 km með 500 metra hækkun og 1300 metra lækkun. Morgunverður

Dagur 7: Frjáls dagur í Vielha
þennan dag má nýta á hinu frábæra skíðasvæði Vielha eða slappa af í þessum notalega bæ. Gisting á hóteli. Morgunverður

Dagur 8: Vielha - Barcelona
Eftir ógleymanlega daga í endalusum brekkum er komið að kveðjustund og ferðin endar með akstri til Barcelona. Morgunverður

 

Vinsamlegast athugið að Roger áskilur sér rétt til að breyta og aðlaga ferðina að verðri, hópnum, snjóalögum og snjóflóðahættu eins og þarf, með öryggi og ánægju hópsins að leiðarljósi. Skálarnir eru hitaðir og teppi eru til staðar í stað svefnpoka. Aðeins er mælt með að vera með lakpoka.

Morgunamatur og kvöldverður er innifalin á meðan skíðað er á milli skála – hádegismat og snarl verður að kaupa í skálunum eða þeim bæjum sem komið er í.

Bóka ferð

Ferðina er hægt að bóka fyrir einstaklinga og hópa, vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.