Mikilvægi vandaðs og góðs útbúnaðar verður seint ofmetið
Nauðsynlegt er að vera rétt búinn þegar ferðast er um hálendi Íslands. Í bakpokaferðum skiptir máli að hafa það sem þarf en einnig að pakka ekki of miklu og stilla þannig þyngd bakpokans í hóf.
Íslenskir Fjallaleiðsögumenn útvega allan sérhæfðan búnað í ferðum sínum, þar með talið; ísaxir, mannbrodda, línur, belti, ísskrúfur og þess háttar. Ekki má heldur gleyma ýmsum þeim öryggistækjum sem á þarf að halda í ferðum í óbyggðum svo sem sjúkragögnum, fjarskipta- og leiðsögutækjum ásamt öðru.