Spennandi Fjallgöngur

Mynd © Björgvin Hilmarsson

Það er enginn skortur á fallegum fjöllum sem gaman er að ganga á. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn bjóða upp á vandaða farastjórn með faglærðum fararstjórum.  Við höfum áralanga reynslu af leiðsögn með hópa á fjöll og jökkla. Til gamans má geta að Íslenskir Fjallaleiðsögumenn voru fyrstir til þess að fara með hópa á Hrútsfjallstinda, Miðfellstind, Sveinstind og fleiri fjöll.

Dæmi um skemmtilegar fjallgöngur má benda á:

Snæfellsjökull 1.446 m
Fallegur jökull og hæfilega löng ganga.  Er hægt að gera í dagsferð frá Reykjavík.

Eyjafjallajökull 1.666 m
Talsvert auðveld ganga en Hvannadalshnjúkur en gera má ráð fyrir um 10-12  klukkustunda göngutíma.  Oft fara hópar á Eyjafjallajökul sem æfingarferð fyrir Hvannadalshnjúk en fjallið er fullkomlega þess virði að ganga á það eitt og sér.
Helstu leiðir eru "Skerjaleiðin" upp norðanverðan jökulinn eða að farið er upp frá Seljavöllum og gengið á jökulinn úr suðri.  Jökullinn er vinsæll hjá fjallaskíðahópum og brött Smjörgilin farin að teljast sígild fjallaskíðaleið.  Hægt að gera í dagsferð frá Reykjavík.
 
Miðfellstindur 1.440 m
Miðfellstindur er hæstur Skaftafellsfjalla og gnæfir yfir litríka Kjósarbotnana annars vegar og yfir sléttum Vatnajökli hinumegin.  Trimmklúbbur Seltjarnarnes var fyrsti hópurinn til að gera ferð á tindinn undir handleiðslu Leifs Arnars Svavarssonar, en fyrir þann tíma höfðu örfáir átt leið þarna um.  Eftir vel heppnaða ferð Trimmklúbbsins spurðist gangan fljótt út og fjöldi gönguhópa hefur fylgt í kjölfarið.  Gangan er löng en vel erfiðis virði. 
 
Sveinstindur 2.044 m.  Næst hæsta fjall landsins
Gangan á Sveinstind frá Ærfjalli er með fallegri fjallgöngum á Íslandi.  Þarna var Leifur Örn líklega fyrstur til að fara og leiddi einnig fyrsta hópinn sem gekk þarna upp, Ingunni Þorsteinsdóttur og félaga.  Gangan er lög og brött á köflum.  Svæðið er fáfarið og skoða þarf aðstæður vel áður en þessi leið er farin.  Uppgangan tekur 10-11 klst og heildar ferðatími er 16-18 klst.
Mun viðráðanlegra er að ganga á Sveinstind frá Kvískerjum og þá leið er tilvalið að fara á fjallaskíðum.
   
Þverártindegg 1.554 m
Þverártindsegg er með fallegri fjöllum landsins.  Tvær gönguleiðir eru færar á fjallið en Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa oftast farið úr Kálfafellsdal.  Slóðin inn dalinn er mjög grófur og þurfa þátttakendur að vera á jeppum.  Gangan er brött og tekur um 10-11 klst.  Auk hefðbundins jöklabúnaðar þá þarf hjálma fyrir gönguna en hvoru tveggja geta Íslenskir Fjallaleiðsögumenn útvegað. 


Fleiri fjöll
Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa leitt hópa á mörg önnur fjöll sem of langt er að telja upp.  Hvort sem verið er að safna tindum eða eingöngu ganga sér til ánægju þá er velkomið að hafa samband.

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.