Íslenskir Fjallaleiðsögumenn

1994 stofnuðu fjórir ungir fjalla- og leiðsögumenn fyrirtækið Íslenska Fjallaleiðsögumenn.
Markmið þeirra frá upphafi var að fara ótroðnar slóðir með innlenda sem erlenda ferðamenn, opna augu fólks fyrir fjallaferðum, stuðla að verndun viðkvæmrar náttúru norðurslóða og að auka gæði og fagmennsku í leiðsögn. Trúir þessum markmiðum, hafa Íslenskir Fjallaleiðsögumenn staðið í farabroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í þróun nýrra ferða, umhverfismálum, menntun starfsmanna og öryggismálum.

Sem þjónustufyrirtæki leggja Íslenskir Fjallaleiðsögumenn áherslu á breidd í ferðum, allt frá hreyfihópum, utanlandsferðaauðveldra dagsferða til erfiðra heimskautaleiðangra, með mottóið - ævintýri fyrir alla - að leiðarljósi.

Starfsfólk á skrifstofu og leiðsögumenn

Leifur Örn Svavarsson

Leifur Örn Svavarsson

Leifur Örn Svavarsson var einn af stofnendum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna 1994 og er enn í dag einn af aðaleigendum fyrirtækisins. Hann hefur farið allar helstu ferðir ÍFLM sumar sem vetur, jafnt innanlands sem utan og er einn reyndasti fjallaleiðsögumaður landsins.

Í maí 2013 varð Leifur Örn fyrsti Íslendingurinn til að komast á topp hæsta fjalls jarðar, Everest, með því að fara upp norðanmegin.

Leifur hefur farsællega stýrt leiðöngrum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna á hæstu fjöll margra heimsálfana eins og Elbrus - hæsta fjall Evrópu, Aconcagua- hæsta fjall Suður Ameríku, Denali/Mt. McKinley- hæsta fjall Norður-Ameríku og  Mt. Vinson- hæsta fjall Suðurheimskautslandsins.

Grænland og heimsskautasvæðin eru heimavöllur Leifs.  

Leifur er jarðfræðingur frá Háskóla Íslands með framhaldsmentun í snjóflóðum.  

Leifur hefur stýrt fjallgöngu og jöklaleiðsagnarhluta Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og séð um þjálfun jöklaleiðsögumanna sem yfirleiðsögumaður. Leifur hefur verið fararstjóri í fleiri ferðum á Hvannadalshnjúk heldur en tölu verður á komið, auk ferða á Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg, Sveinstind og göngu og skíðaferða á aðra hæstu jökla og fjallstinda landsins.
Þrátt fyrir að öðru hverju megi ná Leifi á skrifstofu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna unir hann sér best með ísexi í hönd eða skíði á fótunum.Helga María Heiðarsdóttir

Helga María Heiðarsdóttir

Helga María er menntaður land- og jöklafræðingur, hún er fædd í Reykjavík en hefur varið meiri hluta síðustu ára á ferð og flugi. Hún er mikil félagsvera sem elskar alla hreyfingu og útivist þar sem hún gengur og hleypur á fjöll, skíðar, klifrar og hjólar út um allar trissur. Helga María hefur sterkan bakgrunn í fjalla- og ferðamennsku og byrjaði í björgunarsveit árið 2006. Hún hefur setið í stjórnum ÍSALP og AIMG sem er fagfélag fjallaleiðsögumanna á Íslandi.

Helga María byrjaði að vinna hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum árið 2008 þar sem hún vann við leiðsögn á jöklum ásamt því að leiða ferðamenn á Hvannadalshnúk. Hún hefur í gegnum árin tekið að sér leiðsögn með gönguhópa á borð við  toppaðu með 66°N og Fjallkonur en í dag stýrir hún fjallgönguhópnum Fjallafólk samhliða Vilhjálmi Árnasyni.  

Helga María leiðsegir einnig lengri ævintýraferðir um Ísland og erlendis með hópa fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn, National Geographic og Arctic Running (Náttúruhlaupin). 

Vilhjálmur Árnason

Vilhjálmur Árnason

Fjallafólk | Leiðsögumaður | Utanlandsferðir

Villi er uppalinn í sveit og hefur verið á fjöllum allt sitt líf. Framan af var það mest til að elta búpening en í seinni tíð meira í tengslum við leiðsögn á gönguhópum jafnt sem sjálfum sér til skemmtunar. Verkefni hans hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum auk þess að vera annar af umsjónarmönnum Fjallafólks, eru jökla og dagsferðir með erlenda gesti.

Fjallabakterían hefur leitt hann á nokkra tinda erlendis og má þar nefna Toubkal, hæsta tind norður Afríku  og hið sögufræga Ararat fjall í Tyrklandi sem er tæplega 5.200 metra hátt.

Villi er menntaður rafeindavirki og hefur óþrjótandi áhuga á allskonar græjum og dóti. Hann hefur mikla reynslu af notkun leiðsögu og fjarskiptabúnaðar og er gjarnan leitað til hans varðandi ráðgjöf og aðstoð við slíkan búnað hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.

Dagný Indriðadóttir

Dagný Indriðadóttir

Leiðsögumaður | Utanlandsferðir

Dagný er þjóð- og kynjafræðingur og starfar sem leiðsögumaður hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. Hún lagðist ung í ferðalög og í fyrstu voru það framandi menningarheimar sem heilluðu. Eftir að fjöll og firnindi fönguðu huga hennar hafa ferðalögin tekið mið af því hvort heldur hér heima eða erlendis.  Segja má að hápúnkturinn í ferðalögum hennar hingað til, hafi verið skíðaganga yfir Grænlandsjökul.

Dagný hefur mikla reynslu af leiðsögn og útivist á fjöllum en hún starfaði í fjögur sumur við landvörslu á hálendinu norðan Vatnajökuls. Auk ferðalaga eru fuglar, guðsgræn náttúran og gömul munnmæli helstu áhugamálin.

Einar Torfi Finnsson

Einar Torfi Finnsson

Einar Torfi er landmótunarfræðingur og einn af stofnendum og eigendum fyrirtækisins Íslenskir Fjallaleiðsögumenn. Einar Torfi hefur áratuga reynslu af leiðsögn og ferðamennsku og verður að teljast einn af reynslumeiri mönnum landsins á því sviði. Gildir þá einu, hvort um er að ræða ferðalög að sumri eða vetri, á Íslandi eða erlendis, á skíðum eða skóm. 

Einar Torfi starfaði með Flugbjörgunarsveitinni til fjölda ára þar sem hann sjóaðist talsvert í fjallamennsku og útivist og náði sér í ýmis leiðbeinandaréttindi á þeim vettvangi. Áhugamál Einars Torfa fóru fljótlega að snúast um fjöll og firnindi og eyddi hann drjúgum tíma í Ölpunum og kleif þar tind og annan. Á seinni árum hefur sjóndeildarhringurinn víkkað og klifurferðir í Alpana haf vikið fyrir ferðalögum til fjarlægari fjalla á framandi slóðum.

Ívar Finnbogason

Ívar Finnbogason

Ívar er einn af reyndustu leiðsögumönnum landsins og hefur farið yfir 70 sinnum á Hnúkinn frá öllum áttum, á fjallaskíðum, gangandi, á snjóþrúgum og gönguskíðum og á enn hraðametið á Hnúkinn. Hann hefur leiðsagt fjölda fjallaskíðaferða á Tröllaksagunum og víðar, unnið á Grænlandi, Mt.Blanc, Elbrus, Kilimanjaro og á Suðurskautinu auk þess að vera einn af virtustu kennurum í menntun íslenskra leiðsögumanna í jökla- og fjallaleiðsögn. 

Scott Hillen

Scott Hillen

Scott kemur frá Skotlandi og vann þar fyrir húsgagnaframleiðanda áður en hann flutti til Íslands 2017. Við vorum heppin að fá hann til liðs við okkur því inn á hans borð koma fá vandamál sem ehann finnur ekki lausn á. Hann stefnir á að ferðast um vesturströn Kanada einn daginn en er einnig áhugamaður um arkítektúr.

Elín Lóa Baldursdóttir

Elín Lóa Baldursdóttir

Elín Lóa fæddist á Ísafirði en ólst að mestu upp í Mosfellsbæ. Hún hefur einnig búið í Ecuador, á Kúbu og Hawaii. Hún byrjaði að leiðsegja gönguferðir hjá okkur sumarið 2010 en kom svo til okkar í fullt starf í leiðsögn í apríl 2015. Fyrir Elínu Lóu sameinar leiðsögumannastarfið það sem henni finnst skemmtilegast að gera, vera úti í náttúrunni, vinna á fjöllum og á jöklum, og hitta alls kyns áhugavert fólk. Áður en hún kom til starfa hjá okkur starfaði hún sem skálavörður, landvörður í Öskju og vann á félagsmiðstöð. Hennar helstu áhugamál fyrir utan vinnuna er að ferðast á framandi slóðir, ljósmyndun og tungumál. Eftirlætisstaðirnir hennar á Íslandi eru gamla fjölskylduóðalið í Vonarlandi í Ísafjarðardjúpi og Askja.  

Menntun 

  • Fyrstahjálp í óbyggðum (Wilderness First Responder)

  • Jökla 3 (Level 2 Hard Ice Guide)

  • Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku, Thompson Rivers University og Íþróttaakademía Keilis

  • Leiðsögumannapróf frá Endurmenntun HÍ

  • Fjalla 1 (Mountain Skills Level One)

Kjörorð Íslenskra Fjallaleiðsögumanna eru „Ástríða og fagmennska“.

Orðspor og ánægðir viðskiptaveinir bera þess vitni að starfsemi fyrirtækisins hefur borið ávöxt. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og sem dæmi má nefna frumkvöðlaverðlaun Icelandair, frumkvöðla-, menntunar- og umhverfisverðulaun SAF, Kuðungin umhverfisverðlaun, Vakinn gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar og fleira.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband