Aconcagua

Aconcagua

Erfiðleikastig
Erfið
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Lengd ferðar
20 dagar

Hópastærð
Verð miðast við 4 farþega

Athugið
Þessi ferð er aðeins í boði fyrir hópa

Aconcagua
Aconcagua er hæsta fjall Suður Ameríku, 6.962 m hátt og er fjallið næsthæst þeirra 7 tinda sem eru hæstu fjöll sinna heimsálfa. Nafnið er úr indjánamállýsku og má þýða sem „Hvíti útvörðurinn“. Aconcagua er í miðjum Andesfjallgarðinum sem liggur niður alla vesturströnd Suður-Ameríku. Fjallgarðurinn myndaðist þegar hluti Kyrrahafsflekans þrýstist undir meginlandsfleka Suður-Ameríku. Fjallið er ekki eldfjall þótt talsverð eldvikni sé á svæðinu. Aconcagua er í Mendoza héraðinu í Argentínu, um 15 km frá landamærum Chile.

Ferðatilhögun
Flogið er til borgarinnar Mendoza sem er staðsett í helsta vínræktarhéraði Argentínu. Þaðan er ekið inn í Andesfjöllin að Puenta de Inca þar sem farangrinum er hlaðið á múlasna og gengið að fjallinu. Þriggja daga gangan að grunnbúðum er um stórbrotið eldfjallalandslag. Farið er undir suðurhlíð Aconcagua sem rís 3.000 metra upp frá dalbotninum. Áhersla er á góðan aðbúnað bæði í grunnbúðum og á göngunni að fjallinu, ferskmeti og góðan mat. Sofið er í rúmum í stóru braggatjaldi þar sem hátt er til lofts og gott að athafna sig. Gengið er á einn aðlögunartind áður en lagt er til atlögu við fjallið sjálft. Burðarmenn munu aðstoða við að flytja sameiginlegan farangur og mat upp í fyrstu tvær búðirnar en við sjáum sjálf um að flytja farangurinn upp í efstu búðir í tveimur ferðum.

Hafa samband

Verð frá:

950000 kr

Framboð ferðar:

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAÍ
 • JÚN
 • JÚL
 • ÁUG
 • SEP
 • OKT
 • NÓV
 • DES

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Subscribe to our mailing list

* indicates required
You may also like to receive:

Hafa samband