Dólomítafjöllin - Alta Via 1

Dólomítafjöllin - Alta Via 1

Erfiðleikastig
Miðlungs, Krefjandi
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Hvað er innifalið
Allt nema flug og hádegisverðir

Brottfarir
júlí 2020

Lengd ferðar
9 dagar

Gisting
Einsmannsherbergi í boði þegar gist er á hóteli

Hópastærð
hámark 14

Leiðsögumaður Helga María Heiðarsdóttir

Helga María Heiðarsdóttir

Leiðsögumaður

Helga María er menntaður land- og jöklafræðingur, hún er fædd í Reykjavík en hefur varið meiri hluta síðustu ára á ferð og flugi. Hún er mikil félagsvera sem elskar alla hreyfingu og útivist þar sem hún gengur og hleypur á fjöll, skíðar, klifrar og hjólar út um allar trissur. Helga María hefur sterkan bakgrunn í fjalla- og ferðamennsku og byrjaði í björgunarsveit árið 2006. Hún hefur setið í stjórnum ÍSALP og AIMG sem er fagfélag fjallaleiðsögumanna á Íslandi.

Helga María byrjaði að vinna hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum árið 2008 þar sem hún vann við leiðsögn á jöklum ásamt því að leiða ferðamenn á Hvannadalshnúk. Hún hefur í gegnum árin tekið að sér leiðsögn með gönguhópa á borð við  toppaðu með 66°N og Fjallkonur en í dag stýrir hún fjallgönguhópnum Fjallafólk samhliða Vilhjálmi Árnasyni.  

Helga María leiðsegir einnig lengri ævintýraferðir um Ísland og erlendis með hópa fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn, National Geographic og Arctic Running (Náttúruhlaupin). 

Óviðjafnanleg ganga um stórkostlegt landslag
Í ágúst 2020 ætlum við til Ítalíu í hina víðfrægu Dólomíta. Dólomítafjöllin eru sannkölluð útivistarparadís og þar er hægt að ganga ótal leiðir á milli fjallaskála í mögnuðu umhverfi. Ein vinsælasta leiðin er Alta Via 1 sem "liggur hátt" eins og nafnið gefur til kynna. Í heildina verður gengin 115 km leið og gera má ráð fyrir hækkun og lækkun á hverjum degi að meðaltali um 1000 metra.  Vel búnir skálar eru á milli dagleiða en ekki er hægt að trússa farangur á milli þeirra, því  þurfa farþegar að bera með sér farangur (um 7-8 kg). Þetta er ógleymanleg ganga í tilkomumiklu umhverfi sem er í flokki með bestu gönguleiðum heims. 

Hafið sambandi við fyrirspurn@fjallaleidsogumenn.is fyrir frekar upplýsingar.

Hafa samband

Verð frá:

295000 kr

Framboð ferðar:

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAÍ
 • JÚN
 • JÚL
 • ÁUG
 • SEP
 • OKT
 • NÓV
 • DES

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Subscribe to our mailing list

* indicates required
You may also like to receive:

Hafa samband