Jórdanía, gönguleiðin til steinborgarinnar Petru

Jórdanía, gönguleiðin til steinborgarinnar Petru

Verð frá
428000 kr.

Erfiðleikastig
Hófleg, Miðlungs

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Hvað er innifalið
Allt nema flug , 1 hádegisverður og þjórfé til heimamanna

Lengd ferðar
9 dagar

Hópastærð
hámark 16

Um auðnir og vinjar Jórdaníu
Vorið 2021 könnum við nýjar slóðir og höldum til Jórdaníu. Gönguleiðin frá Dana til Petra er hluti af lengri leið, frá norðri til suðurs eftir austurbrún sigdalsins sem liggur eftir Jórdaníu endilengri. Leiðin öll er uþb 650 km löng og fjölbreytni í landslagi og vistkerfum gerir leiðina forvitnilega enda gengið frá frjósömum landsvæðum norðursins að eyðimerkurjaðrinum við Dauðahafið. Margir telja leiðina milli Dana og Petra mikilfenglegasta hluta leiðarinnar þar sem saman fara stórkostlegt landslag og menningarminjar. Heildargönguvegalengd ferðarinnar er 80 km. 

Dagskrá

Dagur 1 Koma til Amman og akstur til Dana
Hópurinn er sóttur á Queen Alia flugvöllinn í Amman og ekið beint til Dana þorpsins sem er ævafornt og á jaðri stæsta friðlands Jórdaniu.
Gist á Dana Guest House. Kvöldverður innifalinn.

Dagur 2 - Ganga frá Dana til Wadi Feynan
Haldið af stað og við lækkum okkur úr 1200 metra hæð niður í Dana dalinn og Dana Friðlandið. Í friðlandinu eru 4 ólík vistkerfi/jarðfræða svæði svo að fjölbreytiliekinn er töluverður þegar kemur að fuglum, plöntum og dýralífi almennt. Griffin gammur gæti verið á sveimi og ekki er ólíklegt að við sjáum litskrúðugar eðlur í vegkantinum. Við sólsetur er síðan stutt ganga frá gistiheimilinu uppá nærliggjandi hæð þar sem boðið er uppá te meðan fylgst er með sólsetrinu yfir Wadi Arabia eyðimörkinni.  
Gist á Feynan „ecolodge“ hótelinu. Fullt fæði
Vegalengd 14 km með 230m hækkun og 1140m lækkun

Dagur 3 - Ganga fra Wadi Feynan til Furon
Í Wadi Feynan hefur kopar verð unnin úr jörðu síðastliðin 3.000 ár.  Námuvinnslan náði hámarki þegar Rómverjar réðu námunum en þá voru milljónir tonna af málmgrýti bræddar og málmar fluttir um allt Rómaveldi.  Enn í dag má sjá himinháa gjallhauga og rústir frá þeim tíma. Við göngum upp með fjöllunum og gistum í tjöldum í auðninni í Furon. Fullt fæði
Vegalengd 19 km með 1360m hækkun og 480m lækkun.

Dagur 4 - Ganga frá Furon til Ghbour Whedat 
Við göngum áfram eftir aldagömlum kindagötum Bedúínanna meðfram Sharah fjöllunum. Svört fjöllin gnæfa yfir okkur og brött gil eru neðan götunnar. Leið okkar liggur hærra og um leið og við hækkum okkur meira eykst útsýnin yfir stórfenglega eyðimörkina. Gist í tjöldum í Ghbour Whedat. Fullt fæði
Vegalengd 17 km.  750m hækkun og 920m lækkun

Dagur 5 -  Ganga frá Ghbour Whedat til Litlu Petru
Á leiðinni eru óteljandi minjar frá þeim tímum þegar Nabataear réðu ríkjum á svæðinu. Nabatear voru við völd frá 4 öld fyrir krist allt þangað til Rómverjar lögðu undir sig svæðið uþb árið 100. Við munum staldra við Ba´ajah rústirnar, og geta virt fyrir okkur ýmsar aðrar minjar frá horfinni tíð svosem vín- og ólífupressur, vatnstankar og brunnar ásamt þeim ótrúlegu minjum  sem meitlaðar eru í bergið í Litlu Petru. Gistum í "Little Petra Bedouin Camp“ tjaldbúðunum í Litlu Petru. Fullt fæði
Vegalengd 14 km, 610m hækkun og 560m lækkun.

Dagur 6 - Ganga frá Litlu Petru til Petru 
Við göngum bakdyramegin inn í Petru.  Fylgjum gömlum götum frá tímum Nabataea ríkisins, utan hins hefðbundna ferðamannastraums. Góður stígur leiðir okkur að Vadi Ghurab sandsteinsfjöllunum sem varða inngang Petru.  Þaðan leiða þröng einstigi okkur um leyndardóma hinnar fornu borgar, sem er stórkostlegt sjónarspil fornra halla meitlaða inn í sandsteinsveggina. Úr gömlu borginn göngum við síðan um Vadi Muthlim til Wadi Musa og hótelsins okkar í Petra. Gist á 3 stjörnu hótelinu Edom Petra Hotel. Fullt fæði
18 km ganga, 

Dagur 7 - Petra til Wadi Rum
Við gefum okkur góðan tíma til þess að skoða Petru og ganga um fáfarna staði utan alfararleiðar.  Við skoðum „Facades Treet“ rústirnar sem eru ristar í bergið og fylgja bröttum þrepum nálægt Al Khubtha til þess að fá gott útsýni yfir borgina áður en við höldum aftur að aðalinnganginum.  
Frá Petru ökum við til Wadi Rum og förum á jeppum út í eyðimörkina (um 2 tíma akstur) . Við fylgjum horfnum fotspourm Arabíu Lárens um sandöldur og steinbrýr áður en við komum inn í Bedúína tjaldbúðirnar þar sem við njótum gestrisni heimafólks, snæðum kvöldmat og gistum þar um nóttina. Stjörnubjartur eyðimerkurhiminn Wadi Rum þykir engu líkur. Gisting í Wild Wdi Rum tjaldbúðunum. Fullt fæði

Dagur 8 -  Wadi Rum til Dauða hafsins
Eftir morgunmat kveðjum við Bedúínana og ökum til Dauðahafsins, sem er heila 418 metra undir sjávarmáli og lægsti staður jarðkringlunnar. Hérna gefst okkur kostur á að slaka á eftir göngur undanfarinna daga, reyna flotið í söltu vatninu eða farið í leirbað. Gisting á 5 stjörnu hóteli, Holiday Inn Resort Dead Sea. Hálft fæði

Dagur 9 - Dauða hafið, akstur á flugvöllinn og flogið heim
Akstur frá Dauðahafinu beint á Queen Alia flugvöllinn í Amman þaðan sem flogið er heim.

Bóka ferð

Ferðina er hægt að bóka fyrir einstaklinga og hópa, vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.