Náttúruhlaup logo

Tour du Mont Blanc á hlaupum

Tour du Mont Blanc á hlaupum

Erfiðleikastig
Krefjandi
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Hvað er innifalið
Nánast allt nema flug

Brottfarir
10. ágúst 2019

Lengd ferðar
8 dagar

Upphafsstaður
Chamonix

Hópastærð
hámark 12

Leiðsögumenn Elísabet Margeirsdóttir

Elísabet Margeirsdóttir

Leiðsögumenn

Elísabet er ein fremsta utanbrauta hlaupakona Íslands og hefur hlaupið víða bæði heima og erlendis. Síðasta afrek hennar var Gobi hlaupið haustið 2018 sem hún hljóp með glæsibrag og var fyrsta konan til þess að hlaupa vegalengdina undir 100 klst. Hún hefur nokkrum sinnum tekið þátt í UTMB þar sem markmiðið er að hlaupa umhverfis Mont Blanc á sem skemmstum tíma og þekkir því leiðina nokkuð vel.

Hlaupaferðir Halldóra Gyða Matthíasdóttir

Halldóra Gyða Matthíasdóttir

Leiðsögumenn

Halldóra Gyða Matthíasdóttir starfar sem Dale Carnegie þjálfari, stundakennari við Opna Háskólann í Reykjavík, Náttúruhlaupaþjálfari og náttúruhlaupaleiðsögumaður.

Hún hefur mjög gaman af því að fara út að leika.  Markmiðið hjá Halldóru er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

Halldóra fór í ferð í grunnbúðir Everest með Leif og Íslenskum fjallaleiðsögumönnum haustið 2018.

Hún er með mikla reynslu af fjallahlaupum þar sem hún hefur hlaupið eitt 100 mílna (170 km) utanvegahlaup, hún hefur farið sjö utanvegahlaup sem eru lengri en 100 km og er eina íslenska konan sem hefur klárað Mt. Esja Ultra Iceland (11 ferðir upp að Steini).  Auk þess hefur hún klárað fimm Ironman keppnir og nokkur maraþon. Hún er Landvættur númer átta og “En Svensk Klassiker” númer 10834.

Hafa samband

Dagskrá

Dagur 1. Ísland – Genf - Chamonix
Ferðin hefst í fjallabænum Chamonix þar sem hópurinn gistir á hóteli fyrstu nóttina og við förum yfir dagleiðir næstu daga. Gisting á 3* hóteli í 2gja manna herbergjum.

Dagur 2.  Notre dame de la Gorge – Mottets skálinn: 22 km og um 1200 m hækkun
Við byrjum ferðina með trompi og skellum okkur strax upp lengsta klifrið í mögnuðu umhverfi alpanna. Hlaupið hefst við Notre Dame kirkjuna og við förum yfir Bonhomme (2329m) og Croix du Bonhomme skörðin (2433m). Á leiðinni fáum við okkur hádegishressingu í Bonhomme skálanum. Eftir hressingu hlaupum við niður í smáþorpið Chapieux (1549m) og þaðan tekur við þægilegur vegur inn Jökuldalinn og endum við daginn innst í dalnum í Mottets skálanum sem er staðsettur undir Col de la Seigne skarðinu (2516m).
-Tökum lengsta klifrið á ferskum fótum og upplifum dásemdir alpanna strax á fyrsta hlaupadegi.
-Kvöldverður, morgunverður og gisting í Mottets skálanum. Fáum farangur okkar í skálanum og getum ferðast mjög létt.

Dagur 3. Mottets skálinn - Courmayeur (Ítalía): 22 km og um 1200 m hækkun
Við höldum upp Seigne skarðið en það skilur að Frakkland og Ítalíu. Kunnugir tindar eins og Mont-Blanc de Courmayeur, la Noire de Peutrey, les Grandes-Jorasses virðast vera rétt innan seilingar. Við höldum svo niður í Veny dalinn að og fáum okkur góða hádegishressingu í Elisabetta skálanum (2195 m). Skálinn stendur undir skriðjökli og gríðarfallegum tindum sem heita Pýramídarnir. Ef aðstæður eru góðar má taka krók í kringum Pýramídana en þeim spotta var bætt við Ultra-Trail du Mont Blanc hlaupið í fyrra. Við hlaupum næst niður í Veny dalinn framhjá Combal vatninu áður en við höldum upp í næsta skarð. Leiðin héðan og til Courmayeur er líklega ein sú mikilfenglegasta. Fyrir ofan Courmayeur (1226) er skemmtilegur skáli, Maison Veille (1956m), þar sem gott er að fá sér létta hressingu og slaka aðeins á áður en við brunum niður langa brekku í bæinn. Eftir gott bað á hóteli í Courmayeur er upplagt að rölta í bæinn, kíkja á útivistarbúðir og fá sér gourmet ítalska máltíð. Gisting á hóteli í Courmayeur. 
-Gríðarlega flottur alpadagur á leið sem er mjög hlaupanleg. Dásamleg fjallasýn allan tímann og skemmtilegt niðurhlaup til Courmayeur. Algjör gulrót að koma inn á hótel eftir langan dag á fjöllum og hér má verðlauna sig með 7 rétta ítalskri máltíð. 
-Morgunverður og gisting á hóteli. Kvöldverður ekki innifalinn í verði.

Dagur 4. Courmayeur – Bertone – Bonatti skálinn: 12 km og um 790 m hækkun
Þessi dagur verður styttri og léttari en við þurfum að bera með okkur örlítið aukadót fyrir tvo hlaupadaga þar sem enginn vegur liggur til skálans sem við gistum í. Við njótum bróðurhluta dagsins í Courmayeur og stefnum á að vera komin í Bonatti fjallaskálann fyrir kl. 18. Hér gæti veðrið ráðið því hversu snemma við leggjum í hann. Hlaupið hefst úr bænum og við stefnum á Bertone skálann (1989 m) sem stendur á brekkubrúninni. Þar er hægt að fá sér hressingu áður en við skokkum eftir fjallshlíð Ferret dalsins. Við nemum staðar við Bonatti skálann (2025 m) og komum okkur fyrir. Skálinn er einn sá flottasti á TMB leiðinni með frábærri aðstöðu.
-Styttri hlaupadagur þar sem verður lögð áhersla á að njóta Ítalíu og útsýnis.
-Kvöldverður, morgunverður og gisting í Bonatti skálanum.

Athugið að ekki er bílvegur að Bonatti skála og því pökkum við tannburstanum í hlaupapokann í dag.

Dagur 5. Bonatti skálinn – Ferret skarð - La Fouly: 20 km og um 770m hækkun
Í dag liggur leiðin yfir til Sviss og við höldum áfram inn dalinn að Ferret skarðinu (2537 m). Upplagt er að horfa til baka eftir Veny dalnum og yfir að Seigne skarði áður en við höldum niður samnefndan dal Sviss megin landamæranna. Útsýnið er talsvert annað en við eigum að venjast frá göngu undanfarinna daga og ekki laust við að minni ögn á heimaslóðir. Við gerum stuttan stans við La Peule (2071 m) og getum fengið okkur hressingu þar áður en við höldum áfram til bæjarins La Fouly (1610 m). Hópnum verður skutlað til Champex (1466 m) þar sem við fáum farangurinn okkar og gistum í nótt. Bærinn Champex er vel í sveit settur við lítið fjallavatn og umlukinn skógi. 
-Dásemdar dagur þar sem við klífum yfir til Sviss í stórkostlegu landslagi Veny dalsins.
-Gisting á gistiheimili í tveggja manna herbergjum. Kvöldverður og morgunverður innifalinn. 

Dagur 6. Champex - Trient - Vallorcine: 25 km og um 1500m hækkun
Þessi dagur verður strembinn þar sem við förum yfir tvö skörð á leiðinni. Við höldum frá Champex og förum yfir les Bovines til smábæjarins Trient (1300 m). Hægt er að fá sér hressingu á leiðinni niður til Trient áður en við höldum áfram yfir næsta skarð, Col de Balme (2191m).  Við endum daginn á langri brekku niður til bæjarins Vallorcine (1260 m) og eftir krefjandi dag borðum við góða máltíð og gistum á gistiheimili.
-Langur dagur á flottum stígum þar sem við förum frá Sviss yfir til Frakklands á ný. 
-Kvöldverður, morgunverður og gisting á gistiheimili. Farangri skutlað frá Champex.

Dagur 7. Col des Mottets – La Flegere – Chamonix: 14 km og um 700m hækkun
Síðasti hlaupadagurinn býður upp á stórbrotið útsýni yfir Chamonix dalinn og Mt. Blanc. Hópnum verður skutlað smá spotta frá Vallorcine til Col des Mottets þar sem leiðin liggur til Tete aux Vents (2130) og La Flegere skálans. Ef veður er gott munum við bæta við stuttum spotta að Lac Blanc sem er aðeins ofar í hlíðinni en þar er stórkostleg náttúra og útsýni. Frá Flegere liggur leiðin nánast beint niður til Chamonix um skemmtilegan skógarstíg. Við hlaupum síðasta spottan með bros á vör að kirkjutorginu þar sem við skálum í kampavíni eftir magnaða viku. 
-Ógleymanlegur hlaupadagur þar sem toppur Mt. Blanc og nálægir tindar blasa við allan tímann. 
-Gisting á hóteli í tveggja manna herbergjum. Kvöldverður ekki innifalinn.

Dagur 8 / Chamonix – Genf – Ísland
Ferðalag heimVerð frá:

229000 kr

Framboð ferðar:

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAÍ
 • JÚN
 • JÚL
 • ÁUG
 • SEP
 • OKT
 • NÓV
 • DES

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Subscribe to our mailing list

* indicates required
You may also like to receive:

Hafa samband