Fjórhjólaferð á Sólheimasandi og jöklaganga á Sólheimajökli

Fjórhjól og jöklaganga

Bókaðu tvö ævintýri á frábæru verði!

Mynd © Björgvin Hilmarsson

Fjórhjól og jöklaganga

Verð frá
35999 kr.

Erfiðleikastig
Auðveld, Hófleg

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Hvað er innifalið
Leiðsögn, allur nauðsynlegur jöklabúnaður, hlífðarfatnaður, hjálmur og lambhúshetta fyrir fjórhjólaferð

Þú útvegar
Hlýjan fatnað, nesti og gönguskó

Lengd ferðar
Fjórhjólaferð kl 10:00 - 1 klst; Jöklaganga kl 12:30, 2,5 - klst

Upphafsstaður
Bækistöðvar Arcanum undir Mýrdalsjökli (Ytri-Sólheimar, vegur 222), mæting 20 mín fyrir brottför.

Hér gefst þér tækifæri á að gera almennilegt ævintýri úr Suðurstrandarferðinni þinni og fara í tvö ævintýri samdægurs.

Dagurinn byrjar á fjórhjólaferð frá bækistöðvum Arcanum undir Mýrdalsjökli (Bárukot). Leiðsögumaður ykkar tekur á móti ykkur og útbýr ykkur fyrir ferðina. Farið er um skemmtilegan slóða sem liggur um læki, holt og hæðir, niður á hina svörtu sanda Sólheimasands. Þar tekur við magnað útsýni um strandlengjuna, niður að Dyrhólaey og upp að Mýrdalsjökli. Síðan er haldið að hinu stórbrotna Douglas DC3 flugvélaflaki. Við tökum okkur hlé frá akstrinum fyrir myndatöku áður en haldið er aftur að upphafsstað.

Eftir fjórhjólaferðina gefst tími til að fá sér hádegisverð áður en farið er í seinni ferð dagsins. Jöklagangan hefst klukkan 13:00 og er við Sólheimajökul. Til að komast þangað keyrið þið aftur niður á Þjóðveg 1, keyrið 3,5 km í vestur og beygið svo inn á veg 221 (sjá akstursleiðbeiningar). Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru eina fyrirtækið með fasta aðstöðu við Sólheimajökul og geta þátttakendur notað salernisaðstöðu þar, borðað nesti sitt innandyra og fengið sér kaffi eða te í boði hússins. Vinsamlegast verið mætt á áfangastað 20 mínútum fyrir brottför til að undirbúa ykkur fyrir ferðina.

Viðurkenndur og reyndur jöklaleiðsögumaður mun taka á móti ykkur þar og undirbúa ykkur fyrir jöklagönguna. Þegar allir eru tilbúnir er gengið að jöklinum sem er í um 15 mínútna göngufjarlægð. Þar mun leiðsögumaðurinn leiða ykkur um djúpar sprungur, vatnssvelgi og magnaðar, bláar ísmyndanir. Gangan er við flestra hæfi og fjölskylduvænt ævintýri. Nægur tími gefst til að taka myndir ásamt því að fræðast um myndun og mótun íslensku jöklanna.

Athugið: Gild ökuréttindi þarf til að aka fjórhjóli. Einstaklingar og oddatöluhópar þurfa að greiða fyrir staka ökumenn (e. single rider fee).

Lágmarks aldur: 10

Bóka ferð

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.