Gengið yfir Fimmvörðuháls - dagsferð
Verð frá
40999 kr.
Erfiðleikastig
Krefjandi
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Hvað er innifalið
Leiðsögn, Skutl úr Þórsmörk til baka á Hvolsvölli
Þú útvegar
Hlýjan, regnheldan fatnað og gönguskó
Lengd ferðar
10 klst.
Upphafsstaður
N1 Hvolsvöllur Þjónustustöð eða Umferðarmiðstöðin BSÍ
Hópastærð
6-15 farþegar
Athugið
Notaðu kynningarkóðann 'SUMARGANGA' fyrir 10% afslátt! Bókaðu fyrir 30. júní fyrir brottfarir allt sumarið.
Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls frá Skógum yfir í Þórsmörk er ein af vinsælustu leiðum landsins. Leiðin liggur frá Skógafossi og upp með Skógánni þar sem við fáum að njóta þeirra fjölmörgu fossa sem hana prýða. Áfram er haldið upp í skarðið á milli jöklanna Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls þar sem við skoðum gígana Magna og Móða sem urðu til í gosinu 2010. Þar getum við athugað hvort við finnum ennþá einhvern varma frá hrauninu.
Því næst höldum við niður í áttina að Þórsmörk og njótum útsýnis yfir hálendið og jöklana í kring. Þegar niður er komið tekur gróðurinn á móti okkur og við þræðum okkur í gengum birkiskóginn þar til komið er í Bása þar sem bíllinn sem fer með okkur aftur að Skógum bíður okkar.
Með því að bæta Hálendispassa Kynnisferða við bókunina þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að koma þér til og frá upphafsstað. Þú getur svo valið um að taka rútuna til baka frá Básum til Reykjavíkur samdægurs eða gista eina nótt í Þórsmörk og taka rútuna heim daginn eftir.
Ath. lágmarksfjöldi í ferðina er 6 farþegar.
Lágmarks aldur: 12 ára