Greiðslu- og bókunarskilmálar

Eftirfarandi greiðslu- og bókunarskilmálar gilda fyrir ÍSLENSKA FJALLALEIÐSÖGUMENN (ÍFLM), ICELANDC MOUNTAIN GUIDES (IMG) BY ICELANDIA

PERSÓNUVERNDARSTEFNA FJALLALEIÐSÖGUMANNA

Dagsferðir

Íslenskir fjallaleiðsögumenn leitast við að tryggja það að verð sem birtast á vefsvæði þeirra byggist á réttum útreikningum og séu endanleg verð ferða. Öll verð eru í Íslenskum krónum. Verð ferða eru staðfest við greiðslu. 

Afbókanir

Allar afbókunarbeiðnir þarf að senda með tölvupósti. Í samræmi við viðskiptahætti innan Íslenskrar ferðaþjónustu er ferðaþjóni skylt að innheimta eftirfarandi afbókunargjöld frá farþegum:

Afbókunargjöld

Dagsferðir á Íslandi

  • Afbókanir sem berast meira en 24 tímum fyrir brottför eru endurgreiddar að fullu.
  • Afbókanir sem berast innan 24 tíma fást ekki endurgreiddar.

Sérsniðnar ferðir

  • Staðfestingargjald greiðist við bókun og er 50% af heildarvirði ferðarinnar. Ferðina þarf að greiða að fullu minnst 9 vikum fyrir brottför.

Tryggingar

Við ráðleggjum öllum okkar viðskiptavinum að vera með ferðatryggingu.

Annað

Allar kvartanir verða að berast ÍFLM/IMG innan 5 daga frá brottfarardegi.

 ÍFLM/IMG áskilja sér rétt til að breyta ferðatilhögun vegna veðurs eða akstursaðstæðna. Öllum ferðum getur verið breytt eða aflýst fyrirvaralaust á meðan ferð stendur til að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsmanna ÍFLM/IMG. Engin ábyrgð er tekin á tapi, kostnaði vegna tafa, breytinga á flugi eða annari þjónustu eða vegna verkfalla, slysa, skemmda, gáleysis, veðurs, stríðs, breyttum áætlunum eða öðrum þessháttar tilvikum.  ÍFLM/IMG bera ekki ábyrgð á slysum eða dauðsföllum sem hægt er að rekja til gáleysis þátttakenda, aðgerðum þriðja aðila eða utanaðkomandi aðstæðna eins og veðurfars, náttúruhamfara, stríðs eða annarra álíka tilvika.

Lengri ferðir

Íslenskir fjallaleiðsögumenn leitast við að tryggja það að verð sem birtast á vefsvæði þeirra byggist á réttum útreikningum og séu endanleg verð ferða. Öll verð eru í Íslenskum krónum. Verð ferða eru staðfest við greiðslu.

Afbókanir

Allar afbókunarbeiðnir þarf að senda með tölvupósti. Í samræmi við viðskiptahætti innan Íslenskrar ferðaþjónustu er ferðaþjóni skylt að innheimta eftirfarandi afbókunargjöld frá farþegum:

Afbókunargjöld

 ÍFLM/IMG áskilja sér rétt til að innheimta eftirfarandi afbókunargjöld vegna kostnaðar:

  • 85% af virði ferðar fæst endurgreitt ef afbókun berst 60 dögum, eða fyrr, fyrir brottför ferðar.
  • 50% af virði ferðar fæst endurgreitt ef afbókun berst 30 - 59 dögum fyrir brottfarardag.
  • 25% af virði ferðar fæst endurgreitt ef afbókun berst 16 - 29 dögum fyrir brottfarardag.
  • 0% af virði ferðar fæst endurgreitt ef efbókun berst innan 15 daga fyrir brottfarardag.

Sérsniðnar ferðir

Staðfestingargjald greiðist við bókun og er 50% af heildarvirði ferðarinnar. Ferðina þarf að greiða að fullu minnst 9 vikum fyrir brottför.

Breytinga- og bókunargjald

Ef óskað er eftur breytingum á tilbúnum pakkaferðum, eins og að bæta gistinóttum, breyta um gististaði eða breyta dagsetningum, er mögulegt að breytingargjald bætist við heildarkostnað ferðar. Vinsamlegast athugið að hægt er að bæta við gistinóttum í Reykjavík fyrir og/eða eftir ferð að án breytingagjalds.

  • Breytingar með skömmum fyrirvara: Ef óskað er eftir breytingu á staðfestri þjónustu innan tveggja vikna fyrir brottfarardag er mögulegt að breytingargjald bætist við heildarkostnað ferðar.
  • Bókanir með skömmum fyrirvara: Ef óskað er eftir bókunum innan tveggja vikna fyrir brottfarardag er mögulegt að bókunargjald bætist við heildarkostnað ferðar. Þetta á við um bókanir í self-drive pakka og gistingu á landsbyggðinni. Bókunargjald er ekki staðfesting á þjónustu og leggst því aðeins á staðfestar bókanir.

Tryggingar

Við ráðleggjum öllum okkar viðskiptavinum að vera með ferðatryggingu.

Gildandi verð

Öll verð sem vitnað er í eða birt eru í gjaldskrám okkar, byggja á núverandi innkaupaverði á Íslandi. Ef til koma gengisbreytingar, opinberir skattar eða aðrar verðhækkanir sem við höfum ekki stjórn á, áskilja  ÍFLM/IMG sér rétt til að breyta verðum sem þegar hefur verið vitnað í eða birt eru í gjaldskrám okkar, án fyrirvara.

Breytingar verða ekki gerðar á verðum innan 8 vikna fyrir brottfarardag.

Verð eru staðfest við útgáfu greiðslukvittunar og verður ekki breytt nema til komu verðhækkanir vegna opinberra laga eða gengisbreytinga. Upphæðir að verðmæti allt að 5% af heildarvirði ferðar falla á  ÍFLM/IMG. Upphæðir umfram 5% af heildarvirði ferðar greiðast af viðskiptavini. Viðskiptavini er heimilt að afbóka staðfesta ferð sér að kostnaðarlausu ef aukalegur kostnaður fer yfir 10% af heildarvirði ferðar.

Annað

Allar kvartanir verða að berast  ÍFLM/IMG innan 5 daga frá brottfarardegi.

 ÍFLM/IMG áskilja sér rétt til að breyta ferðatilhögun vegna veðurs eða akstursaðstæðna. Öllum ferðum getur verið breytt eða aflýst fyrirvaralaust á meðan ferð stendur til að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsmanna  ÍFLM/IMG. Engin ábyrgð er tekin á tapi, kostnaði vegna tafa, breytinga á flugi eða annari þjónustu eða vegna verkfalla, slysa, skemmda, gáleysis, veðurs, stríðs, breyttum áætlunum eða öðrum þessháttar tilvikum.  ÍFLM/IMG bera ekki ábyrgð á slysum eða dauðsföllum sem hægt er að rekja til gáleysis þátttakenda, aðgerðum þriðja aðila eða utanaðkomandi aðstæðna eins og veðurfars, náttúruhamfara, stríðs eða annarra álíka tilvika.

Leiðangrar

Staðfestingargjald

Greiða þarf staðfestingargjald fyrir all leiðangra og fæst það ekki endurgreitt. Upphæð staðfestingargjalds (oftast um 15-20% af heildar verðir), og hvenar skal greiða staðfestingargjald, er misjafnt eftir ferðum og er tiltekið í upplýsingapakka leiðangurs sem hægt er að nálgast heimasíðu  ÍFLM/IMG og/eða í tölvupóstsamskiptum milli viðskiptavinar og  ÍFLM/IMG í bókunarferli.

Afbókanir

Allar afbókunarbeiðnir þarf að senda með tölvupósti. Í samræmi við viðskiptahætti innan Íslenskrar ferðaþjónustu er ferðaþjóni skylt að innheimta eftirfarandi afbókunargjöld frá farþegum:

Afbókunargjöld

 ÍFLM/IMG áskilja sér rétt til að innheimta eftirfarandi afbókunargjöld vegna kostnaðar:

Leiðangrar á Íslandi:

  • 50% af virði ferðar fæst endurgreitt ef afbókun berst 30 - 14 dögum, eða fyrr, fyrir brottför ferðar.
  • 25% af virði ferðar fæst endurgreitt ef afbókun berst 13 - 8 dögum fyrir brottfarardag.
  • 0% af virði ferðar fæst endurgreitt ef efbókun berst innan 7 daga fyrir brottfarardag.

Leiðangrar erlendis:

  • 50% af virði ferðar fæst endurgreitt ef afbókun berst 90 - 180 dögum, eða fyrr, fyrir brottför ferðar.
  • 0% af virði ferðar fæst endurgreitt ef efbókun berst innan þriggja mánaða fyrir brottfarardag.

Tryggingar

Við ráðleggjum öllum okkar viðskiptavinum að vera með ferðatryggingu.

Gildandi verð

Öll verð sem vitnað er í eða birt eru í gjaldskrám okkar, byggja á núverandi innkaupaverði á Íslandi. Ef til koma gengisbreytingar, opinberir skattar eða aðrar verðhækkanir sem við höfum ekki stjórn á, áskilja  ÍFLM/IMG sér rétt til að breyta verðum sem þegar hefur verið vitnað í eða birt eru í gjaldskrám okkar, án fyrirvara.

Breytingar verða ekki gerðar á verðum innan 8 vikna fyrir brottfarardag.

Verð eru staðfest við útgáfu greiðslukvittunar og verður ekki breytt nema til komu verðhækkanir vegna opinberra laga eða gengisbreytinga. Upphæðir að verðmæti allt að 5% af heildarvirði ferðar falla á  ÍFLM/IMG. Upphæðir umfram 5% af heildarvirði ferðar greiðast af viðskiptavini. Viðskiptavini er heimilt að afbóka staðfesta ferð sér að kostnaðarlausu ef aukalegur kostnaður fer yfir 10% af heildarvirði ferðar.

Annað

Allar kvartanir verða að berast  ÍFLM/IMG innan 5 daga frá brottfarardegi.

 ÍFLM/IMG áskilja sér rétt til að breyta ferðatilhögun vegna veðurs eða akstursaðstæðna. Öllum ferðum getur verið breytt eða aflýst fyrirvaralaust á meðan ferð stendur til að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsmanna  ÍFLM/IMG. Engin ábyrgð er tekin á tapi, kostnaði vegna tafa, breytinga á flugi eða annari þjónustu eða vegna verkfalla, slysa, skemmda, gáleysis, veðurs, stríðs, breyttum áætlunum eða öðrum þessháttar tilvikum.  ÍFLM/IMG bera ekki ábyrgð á slysum eða dauðsföllum sem hægt er að rekja til gáleysis þátttakenda, aðgerðum þriðja aðila eða utanaðkomandi aðstæðna eins og veðurfars, náttúruhamfara, stríðs eða annarra álíka tilvika.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.